Sir Alex Ferguson mætti á leynifundinn með Cantona aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 11:30 Sir Alex Ferguson, hinn sigursæli knattspyrnustjóri Manchester United með þeim Eric Cantona og Ryan Giggs. Getty/Harry Goodwin Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira