Tiger Woods og Phil Mickelson gætu háð annað milljarðar einvígi í samkomubanninu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 17:00 Phil Mickelson og Tiger Woods eru báðir gríðarlega vinsælir og sigursælir kylfingar. Getty/Harry How Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að viðræður séu í gangi um annað einvígi á milli hans og Tiger Woods og þetta einvígi fari fram nú þegar heimurinn þráir að sjá aftur íþróttaviðburði í beinni. Phil Mickelson greindi frá því inn á Twitter að hann og Tiger Woods væri nú farnir að ræða þann möguleika að mætast aftur eins og þeir gerðu árið 2018. Phil Mickelson reveals talks are underway for a £7.2m shootout with Tiger Woods DURING the coronavirus pandemic https://t.co/A81WhWAprR— MailOnline Sport (@MailSport) March 30, 2020 Phil Mickelson vann einvígið fyrir tveimur árum og hlaut að launum meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Golf aðdáandi spurði Phil Mickelson út í möguleikann á því að hann og Tiger Woods myndu gleðja golfáhugamenn með öðru slíku einvígi. „Heldur þú að að það sé einhver möguleiki á því að þið tveir spilið einn golfhring með hljóðnema á ykkur, einn mann á myndavélinni og sendið það síðan út til okkar hinna? Við þurfum á beinni íþróttaútsendingu að halda,“ skrifaði aðdáandinn til Phil Mickelson. „Við erum að vinna í því,“ svaraði Phil Mickelson og enn fremur. „Ég stríði ekki neinum. Þetta er nokkurn veginn öruggt þegar ég segi það,“ skrifaði Phil Mickelson. @TigerWoods @PhilMickelson do you think there is a chance you two go play a round mic d up with one camera guy and just put it out there on a stream for people to watch?? We need live sports— Chris Yurko (@YurkisMaximus) March 29, 2020 Mickelson tryggði sér sigurinn á fjórðu holu í umspilinu í hinum fræga einvígi sem kallað var „The Match“ og síðan hafa margir velt því fyrir sér hvort þeir myndu ekki mætast aftur. Það er ljós að mikill áhugi yrði á slíku einvígi í eðlilegu árferði hvað þá núna þegar öllum íþróttamótum og íþróttakappleikjum hefur verið frestað vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Það má áætla það að margir væru tilbúnir að borga heilmikið fyrir að sjá það og hver veit nema að verðlaunaféð gæti aftur verið 7,2 milljónir dollara eða milljarður íslenskra króna. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að viðræður séu í gangi um annað einvígi á milli hans og Tiger Woods og þetta einvígi fari fram nú þegar heimurinn þráir að sjá aftur íþróttaviðburði í beinni. Phil Mickelson greindi frá því inn á Twitter að hann og Tiger Woods væri nú farnir að ræða þann möguleika að mætast aftur eins og þeir gerðu árið 2018. Phil Mickelson reveals talks are underway for a £7.2m shootout with Tiger Woods DURING the coronavirus pandemic https://t.co/A81WhWAprR— MailOnline Sport (@MailSport) March 30, 2020 Phil Mickelson vann einvígið fyrir tveimur árum og hlaut að launum meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Golf aðdáandi spurði Phil Mickelson út í möguleikann á því að hann og Tiger Woods myndu gleðja golfáhugamenn með öðru slíku einvígi. „Heldur þú að að það sé einhver möguleiki á því að þið tveir spilið einn golfhring með hljóðnema á ykkur, einn mann á myndavélinni og sendið það síðan út til okkar hinna? Við þurfum á beinni íþróttaútsendingu að halda,“ skrifaði aðdáandinn til Phil Mickelson. „Við erum að vinna í því,“ svaraði Phil Mickelson og enn fremur. „Ég stríði ekki neinum. Þetta er nokkurn veginn öruggt þegar ég segi það,“ skrifaði Phil Mickelson. @TigerWoods @PhilMickelson do you think there is a chance you two go play a round mic d up with one camera guy and just put it out there on a stream for people to watch?? We need live sports— Chris Yurko (@YurkisMaximus) March 29, 2020 Mickelson tryggði sér sigurinn á fjórðu holu í umspilinu í hinum fræga einvígi sem kallað var „The Match“ og síðan hafa margir velt því fyrir sér hvort þeir myndu ekki mætast aftur. Það er ljós að mikill áhugi yrði á slíku einvígi í eðlilegu árferði hvað þá núna þegar öllum íþróttamótum og íþróttakappleikjum hefur verið frestað vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Það má áætla það að margir væru tilbúnir að borga heilmikið fyrir að sjá það og hver veit nema að verðlaunaféð gæti aftur verið 7,2 milljónir dollara eða milljarður íslenskra króna.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira