Fótbolti

Segist vera miklu betri en Giroud: „Ekki rugla Formúlu 1 saman við Go-kart“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema er ekki í nokkrum vafa um að hann sé miklu betri leikmaður en Giroud.
Benzema er ekki í nokkrum vafa um að hann sé miklu betri leikmaður en Giroud. vísir/getty

Karim Benzema segist vera miklu betri leikmaður en Olivier Giroud sem tók stöðu hans í franska landsliðinu.

Benzema hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan 2015. Síðan þá hafa Frakkar unnið gull á HM og silfur á EM með Giroud sem sinn aðalframherja. Benzema hefur þó ekki mikið álit á Giroud sem leikmanni.

„Ekki rugla Formúlu 1 saman við Go-kart. Og núna er ég almennilegur. Ég veit að ég er Formúla 1,“ sagði Benzema á Instagram.

Benzema lék 81 landsleik á árunum 2007-15, skoraði 27 mörk og gaf 18 stoðsendingar. Hann lék með franska liðinu á þremur stórmótum.

Giroud hefur leikið 97 landsleiki, skorað 39 mörk og gefið tíu stoðsendingar. Aðeins Thierry Henry (51) og Michel Platini (41) hafa skorað fleiri mörk fyrir franska landsliðið en Giroud.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×