Jürgen Klopp fór að gráta þegar hann heyrði sönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson með knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni í júní í fyrra. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Liverpool, sem er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fái meistaratitilinn eða ekki. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að það skipti litlu máli eins og staðan er í dag þar sem fólk berst fyrir lífi sínu út um allan heim. Tárin runnu hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann heyrði heilbrigðisstarfsfólk syngja „You’ll Never Walk Alone“ og hann segist vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn búi til meiri samstöðu í heiminum. Í fyrsta viðtali sínu frá því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni var frestað 13. mars síðastliðinn þá sagði þýski stjórinn að hans vandamál, eins og hvenær fótboltinn byrjar aftur eða hvort Liverpool vinni titilinn, séu vandræðaleg í samanburði við öll vandamál heimsins. Jürgen Klopp says he cried when NHS staff sang You'll Never Walk Alone @AHunterGuardian https://t.co/YUxjY8ql2Q— Guardian sport (@guardian_sport) March 27, 2020 Klopp lofaði heilbrigðis starfsmenn í fremstu víglínu sem setja sig sjálfa í hættu við að sinna þeim veiku. Margir þeirra hafa síðan sungið Liverpool sönginn á vaktinni og það hafði mikil áhrif á þýska stjórann. „Þetta var ótrúlegt. Ég fékk sent myndband í gær þar sem fólk var rétt fyrir utan gjörgæsluna á sjúkrahúsi og byrjaði að syngja „You’ll Never Walk Alone“ og ég fór strax að gráta. Þetta er svo ótrúlegt. Þetta sýnir líka allt. Þetta fólk er ekki aðeins að vinna heldur er það að gera það með uppbyggjandi hætti,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp got emotional over the real heroes pic.twitter.com/0sT3tc4c82— B/R Football (@brfootball) March 27, 2020 „Þau eru vön því að hjálpa öðru fólki. Við þurfum að venjast því þar sem við erum vanalega að hugsa um okkar eigin vandamál. Þetta er þeirra starf og þau sinna því á hverjum degi. Þau setja sjálfa sig í hættu, því þau eru að hjálpa þeim veiku. Ég gæti ekki borið meiri viðringu fyrir þeim eða metið starf þeirra meira,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp segir að leikmenn sínir og starfsmenn Liverpool liðsins haldi uppi góðum anda á þessum erfiðu tímum. „Í framtíðinni, eftir 10, 20, 30 eða 40 ár, þá horfum við til baka og vonandi verður niðurstaða okkar þá að þetta hafi verið tími þar sem heimurinn sýndi mestan samhug, mestu ástina, mestu vináttuna því það væri frábært,“ sagði Klopp. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Liverpool, sem er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fái meistaratitilinn eða ekki. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að það skipti litlu máli eins og staðan er í dag þar sem fólk berst fyrir lífi sínu út um allan heim. Tárin runnu hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann heyrði heilbrigðisstarfsfólk syngja „You’ll Never Walk Alone“ og hann segist vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn búi til meiri samstöðu í heiminum. Í fyrsta viðtali sínu frá því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni var frestað 13. mars síðastliðinn þá sagði þýski stjórinn að hans vandamál, eins og hvenær fótboltinn byrjar aftur eða hvort Liverpool vinni titilinn, séu vandræðaleg í samanburði við öll vandamál heimsins. Jürgen Klopp says he cried when NHS staff sang You'll Never Walk Alone @AHunterGuardian https://t.co/YUxjY8ql2Q— Guardian sport (@guardian_sport) March 27, 2020 Klopp lofaði heilbrigðis starfsmenn í fremstu víglínu sem setja sig sjálfa í hættu við að sinna þeim veiku. Margir þeirra hafa síðan sungið Liverpool sönginn á vaktinni og það hafði mikil áhrif á þýska stjórann. „Þetta var ótrúlegt. Ég fékk sent myndband í gær þar sem fólk var rétt fyrir utan gjörgæsluna á sjúkrahúsi og byrjaði að syngja „You’ll Never Walk Alone“ og ég fór strax að gráta. Þetta er svo ótrúlegt. Þetta sýnir líka allt. Þetta fólk er ekki aðeins að vinna heldur er það að gera það með uppbyggjandi hætti,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp got emotional over the real heroes pic.twitter.com/0sT3tc4c82— B/R Football (@brfootball) March 27, 2020 „Þau eru vön því að hjálpa öðru fólki. Við þurfum að venjast því þar sem við erum vanalega að hugsa um okkar eigin vandamál. Þetta er þeirra starf og þau sinna því á hverjum degi. Þau setja sjálfa sig í hættu, því þau eru að hjálpa þeim veiku. Ég gæti ekki borið meiri viðringu fyrir þeim eða metið starf þeirra meira,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp segir að leikmenn sínir og starfsmenn Liverpool liðsins haldi uppi góðum anda á þessum erfiðu tímum. „Í framtíðinni, eftir 10, 20, 30 eða 40 ár, þá horfum við til baka og vonandi verður niðurstaða okkar þá að þetta hafi verið tími þar sem heimurinn sýndi mestan samhug, mestu ástina, mestu vináttuna því það væri frábært,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira