Nýjar rútínur mikilvægar fjölskyldum í félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 18:19 Hafliði segir lykilinn að breyttum aðstæðum fjölskyldna og para felast í að mynda nýjar venjur. Vísir/Getty Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira