„Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2020 07:00 Ástrós Kristjánsdóttir er stuðningsfulltrúi og starfsmaður frístundar hjá grunnskólanum á Hvammstanga. Aðsend Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. Þá er ekki ljóst hvernig hún smitaðist af veirunni en hún telur þó líklegast að það hafi gerst innan sveitarfélagsins. Allir íbúar Húnaþings vestra hafa sætt úrvinnslusóttkví frá því síðasta laugardagskvöld, vegna gruns um víðtækt kórónuveirusmit í sveitarfélaginu. Fyrsta smitið greindist þar 17. mars, hjá starfsmanni grunnskólans á Hvammstanga. Hluta nemenda og starfsfólks var strax gert að sæta sóttkví og daginn eftir, 18. mars, voru rúmlega 230 manns í sóttkví í sveitarfélaginu – eða um fimmtungur íbúa. Varð ekki mikið lasin Umræddur starfsmaður sem greindist fyrstur með veiruna í Húnaþingi vestra heitir Ástrós Kristjánsdóttir, 26 ára stuðningsfulltrúi hjá 7. bekk og starfsmaður frístundar við grunnskólann. Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið í vinnuna 10. mars og þá um kvöldið byrjaði hún að finna fyrst fyrir einkennum. „Það var svo fyrir akkúrat viku sem ég greinist. Það var hringt í mig um kvöldið. Ég fer í test mánudaginn 16. og fæ út úr prófinu þriðjudagskvöldið 17. mars,“ segir Ástrós. „Ég varð ekkert eitthvað brjálæðislega lasin eins og sumir verða. Ég hélt fyrst að þetta væri þessi venjulega flensa, því enginn var búinn að greinast hér.“ Voru báðar á uppistandi í félagsheimilinu á Hvammstanga Hún segir að það sé enn á huldu hvernig hún smitaðist, hvorki hún sjálf né smitrakningateymi almannavarna hafa komist til botns í því. Hún kveðst ekki hafa verið mikið á flakki dagana áður en hún veiktist og segist helst hallast að því að hún hafi smitast á heimaslóðunum. Þannig gætu böndin beinst að viðburði í félagsheimilinu á Hvammstanga helgina áður en hún veiktist. Ástrós leggur þó áherslu á að það sé í raun engin leið að rekja smitið þangað. „Ég hef náttúrulega enga hugmynd um hvernig ég smitaðist. Það er ekkert hægt að rekja það því enginn sem ég hef verið í beinum samskiptum við smitaðist á undan mér. Ég veit um eina sem varð veik á nákvæmlega sama degi og ég, við höfðum verið á uppistandi með Sóla Hólm í félagsheimilinu á Hvammstanga helgina áður. Þannig að við höfum kannski báðar smitast þaðan, og ég hafði aldrei nein samskipti við hana þetta kvöld. Þannig að við höfum kannski haft samskipti við sama einstakling eða snert sama hlut eða eitthvað svoleiðis.“ Frá Hvammstanga.Vísir/getty Hafði skrýtna tilfinningu fyrir veikindunum Þá segir Ástrós að það hafi komið sér svolítið á óvart þegar niðurstaðan úr sýninu reyndist jákvæð – en um leið einhvern veginn ekki. „Ég var búin að vera með venjuleg flensueinkenni, sem mér fannst meika sens. Ég varð veik á þriðjudegi og er svo veik í tvo þrjá daga, bara venjuleg veikindi. Það eina sem mér fannst skrýtið var að ég var með mikinn hausverk og ég fæ almennt aldrei hausverk. Svo á laugardeginum hugsa ég að ég hljóti að vakna hress morguninn eftir. En ég var ekki hress, mér leið illa í öllum líkamanum,“ segir Ástrós. Hún var því enn þá mjög slöpp á sunnudeginum. Daginn eftir, mánudaginn 16. mars, var hún enn lasin og ákveður því að biðja um að fara í sýnatöku. „Ég fer þá í þetta test því ég vildi útiloka að ég væri með þetta, pælingin var meira þannig. Ég átti eiginlega ekkert að fá að fara í þetta test, ég sagði eiginlega bara: „Heyrðu, ég ætla bara að koma,“ og fékk það í gegn, sem betur fer,“ segir Ástrós. „En ég hafði einhverja tilfinningu inni í mér. Mér fannst svo skrýtið hvað ég hefði verið lengi veik. Innst inni vissi ég einhvern veginn að ég væri með þetta.“ Kvíði og vanlíðan fylgifiskar smitsins Ástrós viðurkennir að hún hafi velt því fyrir sér hvort fólk myndi beina spjótum sínum að henni, verandi sú fyrsta sem greindist með veiruna í sveitarfélaginu. „Maður fer að hugsa, hvort að einhverjir myndu kenna mér um að þetta væri komið hingað. Þetta var mjög óþægilegt. Ég fékk kvíða og mér leið ekki mjög vel, þetta kvöld og daginn eftir,“ segir Ástrós. „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning.“ Hún reyndist þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af neikvæðum viðbrögðum. „Ég fann fyrir mjög góðum straumum. Ég fékk fullt af skilaboðum, til dæmis frá fólki sem ég er ekki í miklum samskiptum við. En það þekkjast allir í svona litlu samfélagi þannig að það var yndislegt að finna fyrir því.“ Ástrós segir fáa nákomna sér hafa greinst með veiruna en hún býr með móður sinni og stjúpföður. Sá síðarnefndi reyndist smitaður en móðir hennar ekki. Þá er systir Ástrósar ekki með veiruna en sonur hennar [systurinnar] er smitaður. Þá er kærasti Ástrósar, sem hún hefur verið í nánum samskiptum við eins og gefur að skilja, ekki með veiruna. Ástrós hefur nú jafnað sig af veikindunum og á eftir viku í einangrun. Þá er einmitt allt sveitarfélagið í sóttkví svo lítið er um að vera en Ástrós segir þó góðan anda meðal íbúa. „Það er náttúrulega allt algjörlega dautt hérna. Ég er búin að vera heima í viku, ég hef ekkert farið af sveitabænum en allir samt ótrúlega jákvæðir og fólk er bara að kenna börnunum sínum heima. Það er heimaskóli og svo er ein til dæmis með jóga á netinu á hverjum degi fyrir krakkana. Þannig að það er margt í gangi sem er frábært.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgar um 60 Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 648. 24. mars 2020 13:04 Konan sem lést var með astma Liðlega sjötug kona sem hafði glímt við alvarlegan og krónískan astma lést í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún hafði verið greind með veiruna í um viku. 24. mars 2020 12:00 Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. 24. mars 2020 11:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. Þá er ekki ljóst hvernig hún smitaðist af veirunni en hún telur þó líklegast að það hafi gerst innan sveitarfélagsins. Allir íbúar Húnaþings vestra hafa sætt úrvinnslusóttkví frá því síðasta laugardagskvöld, vegna gruns um víðtækt kórónuveirusmit í sveitarfélaginu. Fyrsta smitið greindist þar 17. mars, hjá starfsmanni grunnskólans á Hvammstanga. Hluta nemenda og starfsfólks var strax gert að sæta sóttkví og daginn eftir, 18. mars, voru rúmlega 230 manns í sóttkví í sveitarfélaginu – eða um fimmtungur íbúa. Varð ekki mikið lasin Umræddur starfsmaður sem greindist fyrstur með veiruna í Húnaþingi vestra heitir Ástrós Kristjánsdóttir, 26 ára stuðningsfulltrúi hjá 7. bekk og starfsmaður frístundar við grunnskólann. Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið í vinnuna 10. mars og þá um kvöldið byrjaði hún að finna fyrst fyrir einkennum. „Það var svo fyrir akkúrat viku sem ég greinist. Það var hringt í mig um kvöldið. Ég fer í test mánudaginn 16. og fæ út úr prófinu þriðjudagskvöldið 17. mars,“ segir Ástrós. „Ég varð ekkert eitthvað brjálæðislega lasin eins og sumir verða. Ég hélt fyrst að þetta væri þessi venjulega flensa, því enginn var búinn að greinast hér.“ Voru báðar á uppistandi í félagsheimilinu á Hvammstanga Hún segir að það sé enn á huldu hvernig hún smitaðist, hvorki hún sjálf né smitrakningateymi almannavarna hafa komist til botns í því. Hún kveðst ekki hafa verið mikið á flakki dagana áður en hún veiktist og segist helst hallast að því að hún hafi smitast á heimaslóðunum. Þannig gætu böndin beinst að viðburði í félagsheimilinu á Hvammstanga helgina áður en hún veiktist. Ástrós leggur þó áherslu á að það sé í raun engin leið að rekja smitið þangað. „Ég hef náttúrulega enga hugmynd um hvernig ég smitaðist. Það er ekkert hægt að rekja það því enginn sem ég hef verið í beinum samskiptum við smitaðist á undan mér. Ég veit um eina sem varð veik á nákvæmlega sama degi og ég, við höfðum verið á uppistandi með Sóla Hólm í félagsheimilinu á Hvammstanga helgina áður. Þannig að við höfum kannski báðar smitast þaðan, og ég hafði aldrei nein samskipti við hana þetta kvöld. Þannig að við höfum kannski haft samskipti við sama einstakling eða snert sama hlut eða eitthvað svoleiðis.“ Frá Hvammstanga.Vísir/getty Hafði skrýtna tilfinningu fyrir veikindunum Þá segir Ástrós að það hafi komið sér svolítið á óvart þegar niðurstaðan úr sýninu reyndist jákvæð – en um leið einhvern veginn ekki. „Ég var búin að vera með venjuleg flensueinkenni, sem mér fannst meika sens. Ég varð veik á þriðjudegi og er svo veik í tvo þrjá daga, bara venjuleg veikindi. Það eina sem mér fannst skrýtið var að ég var með mikinn hausverk og ég fæ almennt aldrei hausverk. Svo á laugardeginum hugsa ég að ég hljóti að vakna hress morguninn eftir. En ég var ekki hress, mér leið illa í öllum líkamanum,“ segir Ástrós. Hún var því enn þá mjög slöpp á sunnudeginum. Daginn eftir, mánudaginn 16. mars, var hún enn lasin og ákveður því að biðja um að fara í sýnatöku. „Ég fer þá í þetta test því ég vildi útiloka að ég væri með þetta, pælingin var meira þannig. Ég átti eiginlega ekkert að fá að fara í þetta test, ég sagði eiginlega bara: „Heyrðu, ég ætla bara að koma,“ og fékk það í gegn, sem betur fer,“ segir Ástrós. „En ég hafði einhverja tilfinningu inni í mér. Mér fannst svo skrýtið hvað ég hefði verið lengi veik. Innst inni vissi ég einhvern veginn að ég væri með þetta.“ Kvíði og vanlíðan fylgifiskar smitsins Ástrós viðurkennir að hún hafi velt því fyrir sér hvort fólk myndi beina spjótum sínum að henni, verandi sú fyrsta sem greindist með veiruna í sveitarfélaginu. „Maður fer að hugsa, hvort að einhverjir myndu kenna mér um að þetta væri komið hingað. Þetta var mjög óþægilegt. Ég fékk kvíða og mér leið ekki mjög vel, þetta kvöld og daginn eftir,“ segir Ástrós. „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning.“ Hún reyndist þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af neikvæðum viðbrögðum. „Ég fann fyrir mjög góðum straumum. Ég fékk fullt af skilaboðum, til dæmis frá fólki sem ég er ekki í miklum samskiptum við. En það þekkjast allir í svona litlu samfélagi þannig að það var yndislegt að finna fyrir því.“ Ástrós segir fáa nákomna sér hafa greinst með veiruna en hún býr með móður sinni og stjúpföður. Sá síðarnefndi reyndist smitaður en móðir hennar ekki. Þá er systir Ástrósar ekki með veiruna en sonur hennar [systurinnar] er smitaður. Þá er kærasti Ástrósar, sem hún hefur verið í nánum samskiptum við eins og gefur að skilja, ekki með veiruna. Ástrós hefur nú jafnað sig af veikindunum og á eftir viku í einangrun. Þá er einmitt allt sveitarfélagið í sóttkví svo lítið er um að vera en Ástrós segir þó góðan anda meðal íbúa. „Það er náttúrulega allt algjörlega dautt hérna. Ég er búin að vera heima í viku, ég hef ekkert farið af sveitabænum en allir samt ótrúlega jákvæðir og fólk er bara að kenna börnunum sínum heima. Það er heimaskóli og svo er ein til dæmis með jóga á netinu á hverjum degi fyrir krakkana. Þannig að það er margt í gangi sem er frábært.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgar um 60 Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 648. 24. mars 2020 13:04 Konan sem lést var með astma Liðlega sjötug kona sem hafði glímt við alvarlegan og krónískan astma lést í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún hafði verið greind með veiruna í um viku. 24. mars 2020 12:00 Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. 24. mars 2020 11:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Staðfestum smitum fjölgar um 60 Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 648. 24. mars 2020 13:04
Konan sem lést var með astma Liðlega sjötug kona sem hafði glímt við alvarlegan og krónískan astma lést í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún hafði verið greind með veiruna í um viku. 24. mars 2020 12:00
Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. 24. mars 2020 11:09