Fótbolti

Neymar gerir allt til að komast til Barcelona

Sindri Sverrisson skrifar
Neymar hefur notið sín vel í búningi PSG í vetur en vill samt komast frá félaginu, að sögn Sport.
Neymar hefur notið sín vel í búningi PSG í vetur en vill samt komast frá félaginu, að sögn Sport. VÍSIR/GETTY

Brasilíumaðurinn Neymar hafði átt gott tímabil með PSG í Frakklandi þegar fótboltatímabilið var stöðvað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann vill hins vegar helst af öllu snúa aftur til Barcelona.

Þetta fullyrðir spænski miðillinn Sport sem er með bækistöðvar sínar í Barcelona og fylgist náið með málefnum Spánarmeistaranna.

Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um það síðasta árið að Neymar gæti verið á förum aftur til Barcelona og segir Sport að hann „vilji gera allt“ til að það verði að veruleika. Þessi 28 ára gamli leikmaður kom til PSG sumarið 2017 fyrir 222 milljónir evra. Hann gerði sitt til að þrýsta á að hann yrði seldur til Barcelona í fyrra og var þá sagður falur fyrir rétta upphæð, en ekki náðust samningar á milli Barcelona og PSG.

Sport segir að nú þegar að meiðsli trufli ekki Neymar hafi hann getað látið ljós sitt skína innan vallar í vetur en það breyti því ekki að utan vallar hugsi hann eingöngu um að komast til Barcelona. Hann muni því þrýsta á eigendur PSG og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun. Neymar lék með Barcelona árin 2013-17 og myndi endurnýja kynnin við Luis Suárez og Lionel Messi sem mynduðu með honum rosalega sóknarlínu.


Tengdar fréttir

Leikmenn PSG fögnuðu með stuðningsmönnum

Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×