Heimsmeistarinn Hamilton í sjálfskipaðri sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 13:00 Lewis Hamilton hefur haldið sig frá fólki undanfarna daga. Dan Istitene/Getty Images Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hafa umgengist fólk sem greinst hefur með COVID-19. Hamilton er einkennalaus en tekur enga áhættu. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Áður en Hamilton, sem er sexfaldur heimsmeistari, hélt til Ástralíu þar sem fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 átti að fara fram þá var hann á góðgerðarsamkomu í London. Þar var hann ásamt leikaranum Idris Elba sem og Sophie Trudeau [eiginkonu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada] en þau hafa bæði greinst með kórónuveiruna. Hamilton vill ekki taka neina óþarfa áhættu og hefur því verið í sjálfskipaðri sóttkví þó svo hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag. Hamilton fór í skimun fyrir veirunni þann 4. mars en hefur ekki farið síðan „þar sem aðrir þurfa frekar á því að halda.“ Í færslunni sem Hamilton birti á Twitter tekur hann fram að hann sé hraustur, æfi tvisvar á dag og hafi talað við lækni. Þá segir hann að það sé það takmarkaður fjöldi af prófum í boði fyrir þá sem gætu verið með veiruna og því vilji hann ekki láta prófa sig af óþörfu. Að lokum þakkar hann fyrir öll skilaboðin og minnir fólk á að þvo sér reglulega með vatni og sápu í allavega 20 sekúndur. Skilaboðin má lesa hér að neðan. pic.twitter.com/0EoEae3JjU— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) March 21, 2020 Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30 Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hafa umgengist fólk sem greinst hefur með COVID-19. Hamilton er einkennalaus en tekur enga áhættu. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Áður en Hamilton, sem er sexfaldur heimsmeistari, hélt til Ástralíu þar sem fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 átti að fara fram þá var hann á góðgerðarsamkomu í London. Þar var hann ásamt leikaranum Idris Elba sem og Sophie Trudeau [eiginkonu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada] en þau hafa bæði greinst með kórónuveiruna. Hamilton vill ekki taka neina óþarfa áhættu og hefur því verið í sjálfskipaðri sóttkví þó svo hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag. Hamilton fór í skimun fyrir veirunni þann 4. mars en hefur ekki farið síðan „þar sem aðrir þurfa frekar á því að halda.“ Í færslunni sem Hamilton birti á Twitter tekur hann fram að hann sé hraustur, æfi tvisvar á dag og hafi talað við lækni. Þá segir hann að það sé það takmarkaður fjöldi af prófum í boði fyrir þá sem gætu verið með veiruna og því vilji hann ekki láta prófa sig af óþörfu. Að lokum þakkar hann fyrir öll skilaboðin og minnir fólk á að þvo sér reglulega með vatni og sápu í allavega 20 sekúndur. Skilaboðin má lesa hér að neðan. pic.twitter.com/0EoEae3JjU— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) March 21, 2020
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30 Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30
Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15