Atvinnulíf

Ný rannsókn: 40% segja skammdegið hafa mikil áhrif á líðan

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Vonandi mun bæði brúnin á landsmönnum og róðurinn í rekstri og vinnu léttast með hækkandi sól.
Vonandi mun bæði brúnin á landsmönnum og róðurinn í rekstri og vinnu léttast með hækkandi sól. Vísir/Vilhelm

 Í öllu því raski og óróa sem víðast ríkir nú í kjölfar kórónuveirunnar glöddust margir þegar sagt var frá því um liðna helgi að lóan væri komin.  Margir tala líka um hversu góð tilfinning það er að nú sé þó farið að birta og segja að það eitt og sér hjálpi til. 

rannsókn Maskínu styður þetta því samkvæmt niðurstöðum segjast tæplega 41% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Konur fremur en karlar telja áhrifin mikil eða 48% kvenna til samanburðar við 33,7% karla.

Yngra fólk finnur hins vegar mikinn mun því í aldurshópnum 18-29 ára segjast rúmlega 63% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Í aldurshópnum 60 ára og eldri segjast aðeins um 23% að skammdegið hafi mikil áhrif.

Niðurstöður rannsóknar sem Maskína gerði á dögunum.Vísir/Maskína

Í rannsókn sem gerð var í Bretlandi sögðust tveir þriðju aðspurðra telja að þeir væru ekki eins skilvirkir í vinnu yfir vetrarmánuðina í samanburði við bjartari árstíma. Þannig sögðust 69% ekki vera eins hugmyndaríkir og vera almennt orkulausari. Þá sögðust tveir þriðju aðspurðra vera líklegri til að detta í meiri óhollustu á veturnar og sækja þá meira í sætindi sem boðið er upp á í vinnunni, svo sem nammibita eða kex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×