Enska úrvalsdeildin myndi enda svona ef menn myndu nota „Handritið að tímabilinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 09:00 Virgil van Dijk og félagar í Liverpool eru með 25 stiga forystu og vantar bara sex stig til að tryggja sér enska meistaratitilinn. Getty/Sebastian Frej Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira