Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 22:20 Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. „Það er spáð kannski einum metra á sekúndu og jafnvel áttleysu annað kvöld og fram eftir nóttu. Það eru kjöraðstæður fyrir mengun að safnast upp. Svo er kalt líka þannig það má búast við hitahvarfi sem leggur svona pottlok yfir svæðið þannig mengun kemst síður í burtu,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þeir flugeldasalar sem fréttastofa hefur rætt við segja söluna góða og því útlit fyrir að margir ætli að sprengja nýja árið inn. Þorsteinn segir það í takt við það sem hann hefur heyrt, það stefni jafnvel í metsölu. Íslendingar séu einstaklega skotglaðir. Mikil sala er á flugeldum í ár.Vísir „Við erum að skjóta upp mjög miklu. Fyrir nokkrum árum vorum við að skjóta svipað mikið og Svíar, og þeir eru tíu milljónir á meðan við erum 360 þúsund. Við erum mjög skotglöð og höfum verið það í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þær grímur sem Íslendingar hafa þurft að nota undanfarnar vikur komi að gagni vegna mengunar segir hann þær mögulega gera eitthvað gagn. Það sé þó hægt að finna grímur sem hjálpi meira. „Ef þú vilt fá grímur sem virkilega hjálpa, þá þarftu að fara í byggingarvöruverslun og kaupa rykgrímur. Helst P3-grímur eins og þær heita, þær ná þessu vel.“ Hann segir best fyrir viðkvæma að halda sig innandyra, loka gluggum og takmarka tíma útivið. „Tíminn skiptir líka máli,“ segir Þorsteinn. Veður Áramót Reykjavík Flugeldar Tengdar fréttir Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22 „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Það er spáð kannski einum metra á sekúndu og jafnvel áttleysu annað kvöld og fram eftir nóttu. Það eru kjöraðstæður fyrir mengun að safnast upp. Svo er kalt líka þannig það má búast við hitahvarfi sem leggur svona pottlok yfir svæðið þannig mengun kemst síður í burtu,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þeir flugeldasalar sem fréttastofa hefur rætt við segja söluna góða og því útlit fyrir að margir ætli að sprengja nýja árið inn. Þorsteinn segir það í takt við það sem hann hefur heyrt, það stefni jafnvel í metsölu. Íslendingar séu einstaklega skotglaðir. Mikil sala er á flugeldum í ár.Vísir „Við erum að skjóta upp mjög miklu. Fyrir nokkrum árum vorum við að skjóta svipað mikið og Svíar, og þeir eru tíu milljónir á meðan við erum 360 þúsund. Við erum mjög skotglöð og höfum verið það í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þær grímur sem Íslendingar hafa þurft að nota undanfarnar vikur komi að gagni vegna mengunar segir hann þær mögulega gera eitthvað gagn. Það sé þó hægt að finna grímur sem hjálpi meira. „Ef þú vilt fá grímur sem virkilega hjálpa, þá þarftu að fara í byggingarvöruverslun og kaupa rykgrímur. Helst P3-grímur eins og þær heita, þær ná þessu vel.“ Hann segir best fyrir viðkvæma að halda sig innandyra, loka gluggum og takmarka tíma útivið. „Tíminn skiptir líka máli,“ segir Þorsteinn.
Veður Áramót Reykjavík Flugeldar Tengdar fréttir Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22 „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21