Yfirvöld í Essex lýsa yfir neyðarástandi: Óska eftir aðstoð frá hernum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 18:38 Partur af vandamálinu í Essex er að sjúkrabifreiðar hafa verið sendar frá austurhluta Englands til Lundúna vegna ástandsins í höfuðborginni. epa/Andy Rain Neyðarástand er að skapast í Essex vegna Covid-19 faraldursins og hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til breska hersins um aðstoð. Essex er á efsta viðbúnaðarstigi en ástandið er hvergi verra á Englandi heldur en í suðurhluta sýslunnar. BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira
BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira