Eibar gegn Golíat: Hvernig smáliðið hefur haldið velli ár eftir ár meðal þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 12:01 Öllum brögðum beitt til hindra að Sergio Ramos skori. EPA-EFE/Juan Herrero Smálið Eibar er á sínu sjöunda tímabili í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, sem er ótrúlegt ef miðað er við það að dýrasti leikmaður í sögu félagsins er Edu Expósito sem kostaði fjórar milljónir evra. Náði liðið til að mynda 1-1 jafntefli gegn Barcelona nú nýverið. Sociedad Deportiva Eibar eða einfaldlega Eibar er nefnt eftir bænum þar sem það er staðsett. Bærinn er í Gipuzkoa-héraði í Baskalandi. Liðið leikur heimaleiki sína á Ipurua Municipal-vellinum. Hann tekur rúmlega átta þúsund manns í sæti en alls búa vel á tuttugu þúsund manns í bænum. Eibar play Barcelona tonight. So what? Money isn't everything' Fran Garagarza and the miracle of Eibar | Eibar | The Guardian https://t.co/3DlvT7REk8— Sid Lowe (@sidlowe) December 29, 2020 Fyrir 2014 hafði liðið aldrei spilað í efstu deild og varla látið sig dreyma um að spila í deild þeirra bestu. Þegar félagið loks vann sér inn sæti í La Liga þá var því nánast bannað að taka þátt einfaldlega vegna hversu lítið það var, og er enn. The Guardian fjallaði ítarlega um félagið og ræddi við Fran Garagarza, yfirmann knattspyrnumála hjá Eibar. Sá hefur verið hjá félaginu til fjölda ára og séð það fara úr smáliði í neðri deildum yfir í smálið í efstu deild. Garagarza ræddi til að mynda leikmennina sem liðið fylgist með og vill fá í sínar raðir. Enginn þeirra leikur í stærstu deildum Evrópu. „Það er ekki okkar markaður. Við reynum að fara varlega með það fjármagn sem við höfum, sama á hvaða sviði það er. Hugmyndin er að ef ég á fimm þá eyði ég aðeins fjórum,“ sagði Garagarza. Á síðasta ári seldi félagið Joan Jordán til Sevilla fyrir tólf milljónir evra og Rubén Peña til Villareal á átta milljónir. Peningurinn fer hins vegar ekki í leikmannakaup, hann fer í laun og að bæta innviði félagsins. Edu Expósito er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann kostaði fjórar milljónir evra en allur leikmannahópur liðsins kostar um það bil 25 miljónir evra. Fran Garagarza (til hægri) ásamt Pablo de Blasis og Amaia Gorostiza, forseta Eibar.EPA-EFE/Javier Etxezarreta Segja má að liðið sé ekki að borga há laun en besta dæmið er Raúl Albentosa sem fór frá Eibar í janúarglugganum er félagið á var sínu fyrsta tímabili í La Liga. Hann fór til Derby County í ensku B-deildinni og sjöfaldaði launatékka sinn í leiðinni. Að því sögðu hefur Eibar einnig verið heppið. Liðið hefði átt að falla á sínu fyrsta tímabili en það endaði í 18. sæti deildarinnar. Elche varð hins vegar gjaldþrota og féll í staðinn, því hélt Eibar sæti sínu í deildinni. „Við höfðum ekki byggt upp lið til að halda sæti sínu í efstu deild. Við höfðum rétt náð að smíða leikmannahóp til að halda sæti sínu í annarri deild. Fyrst við héldum sæti okkar í deildinni ákváðum við að leggja meira fjármagn í liðið. Fram að því hafði þetta aðallega verið hugsað sem skemmtiferð, gott ár í efstu deild og svo getum við byggt upp að nýju,“ sagði Garagarza. Síðan þá hefur Eibar ekki endað neðar en 14. sæti í spænsku úrvalsdeildinni. Stundum jafnvel daðrað við Evrópusæti. „Við munum ekki átta okkur á hverju Eibar hefur áorkað fyrr en við erum ekki lengur á þessu sviði,“ sagði Garagarza að lokum. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Náði liðið til að mynda 1-1 jafntefli gegn Barcelona nú nýverið. Sociedad Deportiva Eibar eða einfaldlega Eibar er nefnt eftir bænum þar sem það er staðsett. Bærinn er í Gipuzkoa-héraði í Baskalandi. Liðið leikur heimaleiki sína á Ipurua Municipal-vellinum. Hann tekur rúmlega átta þúsund manns í sæti en alls búa vel á tuttugu þúsund manns í bænum. Eibar play Barcelona tonight. So what? Money isn't everything' Fran Garagarza and the miracle of Eibar | Eibar | The Guardian https://t.co/3DlvT7REk8— Sid Lowe (@sidlowe) December 29, 2020 Fyrir 2014 hafði liðið aldrei spilað í efstu deild og varla látið sig dreyma um að spila í deild þeirra bestu. Þegar félagið loks vann sér inn sæti í La Liga þá var því nánast bannað að taka þátt einfaldlega vegna hversu lítið það var, og er enn. The Guardian fjallaði ítarlega um félagið og ræddi við Fran Garagarza, yfirmann knattspyrnumála hjá Eibar. Sá hefur verið hjá félaginu til fjölda ára og séð það fara úr smáliði í neðri deildum yfir í smálið í efstu deild. Garagarza ræddi til að mynda leikmennina sem liðið fylgist með og vill fá í sínar raðir. Enginn þeirra leikur í stærstu deildum Evrópu. „Það er ekki okkar markaður. Við reynum að fara varlega með það fjármagn sem við höfum, sama á hvaða sviði það er. Hugmyndin er að ef ég á fimm þá eyði ég aðeins fjórum,“ sagði Garagarza. Á síðasta ári seldi félagið Joan Jordán til Sevilla fyrir tólf milljónir evra og Rubén Peña til Villareal á átta milljónir. Peningurinn fer hins vegar ekki í leikmannakaup, hann fer í laun og að bæta innviði félagsins. Edu Expósito er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann kostaði fjórar milljónir evra en allur leikmannahópur liðsins kostar um það bil 25 miljónir evra. Fran Garagarza (til hægri) ásamt Pablo de Blasis og Amaia Gorostiza, forseta Eibar.EPA-EFE/Javier Etxezarreta Segja má að liðið sé ekki að borga há laun en besta dæmið er Raúl Albentosa sem fór frá Eibar í janúarglugganum er félagið á var sínu fyrsta tímabili í La Liga. Hann fór til Derby County í ensku B-deildinni og sjöfaldaði launatékka sinn í leiðinni. Að því sögðu hefur Eibar einnig verið heppið. Liðið hefði átt að falla á sínu fyrsta tímabili en það endaði í 18. sæti deildarinnar. Elche varð hins vegar gjaldþrota og féll í staðinn, því hélt Eibar sæti sínu í deildinni. „Við höfðum ekki byggt upp lið til að halda sæti sínu í efstu deild. Við höfðum rétt náð að smíða leikmannahóp til að halda sæti sínu í annarri deild. Fyrst við héldum sæti okkar í deildinni ákváðum við að leggja meira fjármagn í liðið. Fram að því hafði þetta aðallega verið hugsað sem skemmtiferð, gott ár í efstu deild og svo getum við byggt upp að nýju,“ sagði Garagarza. Síðan þá hefur Eibar ekki endað neðar en 14. sæti í spænsku úrvalsdeildinni. Stundum jafnvel daðrað við Evrópusæti. „Við munum ekki átta okkur á hverju Eibar hefur áorkað fyrr en við erum ekki lengur á þessu sviði,“ sagði Garagarza að lokum. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira