Innlent

Hið stórfurðulega ár 2020: Fréttaannáll Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er óhætt að segja að árið sem senn er á enda sé eftirminnilegt.
Það er óhætt að segja að árið sem senn er á enda sé eftirminnilegt. Vísir

Áður en kórónuveiran nýja hafði borist til Íslands voru Íslendingar farnir að tala ansi hreint illa um árið. Snjóflóð höfðu ógnað mannslífum og veður verið í meira lagi leiðinlegt, raunar snælduvitlaust á köflum. Svo bárust tíðindi frá Kína með tilheyrandi áhrifum, á alla heimsbyggðina.

Þetta var ár stærstu hópuppsagnar Íslandssögunnar, hjá Icelandair sem þó náði að redda kjaraviðræðum og hlutafjárútboði. Þetta var ár samstöðu þar sem fólk hlustaði í flestum tilfellum á þríeykið, nýju áhrifavaldana, og lærði að hegða sér á nýjan hátt. Zoom og Teams urðu tólin okkar auk þess sem orð á borð við smitskömm og kóviti rötuðu í orðaforða okkar.

Forsetakosningar fóru fram hér heima og í Bandaríkjunum, Ísland vann „næstum því“ Eurovision en fagnaði langþráðum Óskarsverðlaunum. Hinn upprunalegi James Bond kvaddi og Raggi Bjarna sömuleiðis. Pierce Brosnan eignaðist vini á Húsavík.

Þetta og svo svakalega margt fleira á einstaklega eftirminnilegu ári í fréttaannál Stöðvar 2 sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×