Handbolti

Rúss­land í 5. sæti eftir öruggan sigur á heims­meisturum Hollands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. EHF

Rússland mætti Hollandi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í handbolta. Heimsmeistarar Hollands stóðu ekki undir væntingum á mótinu og fór það svo að Rússar unnu sannfærandi sigur í dag. Lokatölur 33-27.

Rússland byrjaði leikinn í fimmta gír og voru fimm mörkum yfir þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum, staðan þá 7-2. Yfirburðir Rússa héldu áfram út fyrri hálfleik og var munurinn enn fimm mörk í hálfleik, staðan þá 18-13.

Hollendingar komust aldrei inn í leikinn í síðari hálfleik en munurinn fór minnst í fjögur mörk en mest í sjö mörk. Þegar lokaflautið gall var munurinn sex mörk, lokatölur 33-27.

Lois Abbingh var frábær í liði Hollands en hún var markahæst allra á vellinum með tíu mörk. Polina Vedekhina var markahæst í liði Rússlands með sex mörk og þar á eftir kom Iuliia Managarova.

Viktoriia Kalinina, markvörður Rússa, fór mikinn í leiknum og varði alls 16 skot. Var hún  valin besti maður vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×