Fréttamyndbönd ársins 2020: Aur og snjór á fleygiferð, Steypubílseftirförin og kappræður á suðupunkti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2020 07:01 Fjögur myndbönd af steypubílseftirförinni alræmdu snemma árs eru meðal vinsælustu myndbanda á sjónvarpsvef Vísis í ár. vísir Árið 2020 hefur verið viðburðarríkt í meira lagi og sumt af því því sem gerðist náðist meira að segja á myndband. Í þessari yfirferð verður farið yfir þau fréttamyndbönd sem vöktu hvað mesta athygli á Vísi á árinu. Risastór aurskriða féll á Seyðisfirði Þjóðin hefur fylgst með raunum Seyðfirðinga undanfarna daga eftir að miklar aurskriður féllu á bæinn í síðustu viku. Sú stærsta, sem féll síðdegis síðastliðinn föstudag, skemmdi minnst tíu hús og skildi eftir sig risastórt sár í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Eyðileggingin er mikil og áttu sumir bæjarbúar fótum sínum fjör að launa þegar skriðan féll. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2 á svæðinu, náði skriðunni á upptöku eins og sést hér að neðan. Þar má sjá þá gríðarlegu krafta sem að verki voru þegar skriðan féll. Öll hús í bænum voru rýmd í kjölfar stóru skriðunnar og er bærinn því mannlaus, en um 30 ár eru síðan heilt bæjarfélag var rýmt. Allt á suðupunkti í kappræðum Það hefur ef til vill fennt yfir þá staðreynd í öllum fréttunum sem falla til jarðar í tengslum við kórónuveirufaraldurinn að það voru forsetakosningar í sumar. Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni, sitjandi forseta. Forsetakosningar þar sem sitjandi forseti býður sig fram hafa sjaldnast verið mjög spennandi í sögu Íslands, en segja má að það hafi breyst í ár eftir að Guðni Th. og Guðmundur Franklín mættust í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 þann 11. júní í sumar. Þar mættust andstæð sjónarmið og töluverður hiti myndaðist á milli frambjóðenda tveggja. Framganga Guðmundar og andsvör Guðna vöktu mikla athygli enda er myndbandið sem sýnir kappræðurnar það fréttamyndband sem einna mest áhorf hefur fengið á Vísi á árinu. Það sem vakti ekki hvað síst mikla athygli voru spurningar sem frambjóðendur fengu að spyrja hvern annan. Guðmundur Franklín spurði Guðna meðal annars að því hvort hann væri stoltur af því að vera Íslendingur. En það sem vakti mesta athygli var spurning Guðna Th. til Guðmundar. Guðni tók sér dágóðan tíma til að mynda spurninguna, áður en hann bara hana upp. „Ertu stoltur af framgöngu þinni hér í kvöld?“ spurði Guðni, sem virtist vera hneykslaður á því hvernig Guðmundur hafði hagað sér í þættinum. Steypubílseftirförin mikla Það var viðburðarríkur dagur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þann 11. mars síðastliðinn þegar útkall barst um að maður hefði stolið steypubíl í miðbæ Reykjavíkur. Upp hófst mikill eltingaleikur þar sem stórhætta skapaðist. Málið vakti mikla athygli og fjögur myndbönd af eftirförinni eru á meðal þeirra myndbanda sem mest hefur verið horft á á Vísi á árinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum umræddan dag. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að maðurinn hefði sett sjálfan sig og aðra í mikla hættu. „Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.“ Umræddur ökumaður hlaut að lokum þriggja ára fangelsi fyrir hin ýmsu brot meðal annars fyrir ævintýri sín á steypubílnum sem og íkveikju á skemmtistaðnum Pablo discobar viku síðar. Mikil eyðilegging í höfninni á Flateyri Neyðarstigi var lýst yfir þann 15. janúar eftir að þrjú „mjög stór“ snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti þann 14. janúar. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón varð á eignum en engin alvarleg slys á fólki. Snemma var ljóst að annað snjóflóðið sem féll við Flateyri hafði valdið talsverðu tjóni á höfninni og bátum sem þar lágu við bryggju. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, lýsti tjóninu sem varð á höfninni í viðtali við Vísi. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið,“ sagði hann. Næsta dag var hægt að byrja að leggja mat á tjónið og drónamyndbandið sem Önundur Pálsson tók og sjá má hér að neðan vakti mikla athygli, enda sýndi það glögglega hversu aflmikið snjóflóðið var. Skjálftinn og viðbrögðin sem vöktu heimsathygli Nokkuð stór jarðskjálfti reið yfir Suðvesturhorn landsins um miðjan dag þann 20. október síðastliðinn. Skjálftinn fannst afar vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Nokkur myndbönd sem tekin voru upp á meðan skjálftinn reið yfir vöktu mikla athygli, og sum meira en önnur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir. Viðbrögð hennar vöktu heimsathygli. Og það vakti ekki síður athygli hvernig þingmenn brugðust við skjálftanum. Þannig brást Helgi Hrafn Guðmundsson, þingmaður Pírata, við með því að hlaupa úr pontu, á meðan Steingrímur J. Sigfússon, jarðfræðingur og forseti Alþingis, sat sem rólegasti. Þá fannst skjálftinn alla leið upp í Borgarfjörð en myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Svangur fálki Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið þann 11. nóvember þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Allt á floti alls staðar Gríðarlegur sjógangur á Valentínusardaginn sjálfan gerði það að verkum að allt var á floti í Garðinum. Sjór gekk yfir bæinn og sagðist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. „Það er orðið allt á floti hérna. Það er bara svo mikill sjógangur, og akkurat þessi átt, svo mikið háflóð að sjórinn gengur yfir allt,“ sagði Fríða Björk Elíasdóttir í samtali við Vísi. Fjórum dögum áður átti sambærilegur atburður sér stað en í þetta skiptið á Siglufirði. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina. Svo merkilegt taldist myndbandið, sem sjá má hér að neðan, að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. „Sæll, Helgi“ Málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja hafa verið í brennidepli frá því að Kveikur fjallaði um viðskipti félagsins í Namibíu. Þannig komst niðurstaða í dómsmál Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra félagsins gegn Seðlabankanum vegna Samherjamálsins svokallaða, sem hófst með húsleit yfirvalda í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Þá vakti það ekki síst athygli þegar Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og Þorsteinn Már í dómsal en óhætt er að segja að andað hafi köldu milli þeirra tveggja undanfarin ár vegna þessa máls og nú nýlega umfjöllunar Kveiks um viðskipti Samherja í Afríku. Þorsteinn heilsaði Helga, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Lendingarbúnaður brotnaði Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í þann 7. febrúar síðastliðinn hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina. Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, sagði farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. „Um leið og hún lenti fann maður að hun „crashaði“ og skoppaði eins og skopparabolti og datt svo niður á hægri hliðina. Þá kom eldur á flugbrautina hjá hreyflinum,“ sagði Matthildur. Gríðarlegir blossar yfir borginni Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal urðu margir hverjir varir við gríðarmikla blossa snemma morguns þann 14. febrúar síðastliðinn. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan gengu þeir í bylgjum og lýstu upp himininn. „Þetta er alveg magnað augnablik sem þau hafa náð þarna,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, þegar henni voru sýndar myndir af blossunum. Hún sagði að þá mætti að öllum líkindum rekja til viðgerða á Korpulínu. Línan datt út um þann morguninn og reyndu starfsmenn Landsnets að spennusetja línuna. Rak up stór augu þegar sérsveitin birtist Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra stunduðu æfingar á Mosfellsheiði einn morguninn í febrúar. Sverrir Steinn Sverrisson var að aka Mosfellsheiðina um ellefuleytið í morgun þegar þyrla gæslunnar lenti á heiðinni. Hann náði meðfylgjandi myndbandi af lendingunni. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var um hefðbundna æfingu þyrlusveitar og sérsveitar að ræða. Á meðan æfingunni stóð barst tilkynning um rútuslys á Mosfellsheiði. Þyrlan lenti á veginum við slysið þar sem sérsveitarmennirnir fóru út ásamt stýrimanni til að athuga ástand þeirra sem voru um borð. Þyrlan hélt til Reykjavíkur í þeim tilgangi að ná í lækni. Lundi klórar sér með priki Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey vakti heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. Þríeykið klökknaði Líklega er ekki hægt að enda þessa yfirferð án þess að sleppa því að birta eitt myndband sem tengist kórónuveirufaraldrinum. Þann 25. maí fagnaði Svandís Svavarsdóttir þeim góða árangri sem náðist í því að hemja fyrstu bylgju faraldursins. „Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn,“ sagði Svandís í ræðu sinni, sem sjá má hér að neðan. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Risastór aurskriða féll á Seyðisfirði Þjóðin hefur fylgst með raunum Seyðfirðinga undanfarna daga eftir að miklar aurskriður féllu á bæinn í síðustu viku. Sú stærsta, sem féll síðdegis síðastliðinn föstudag, skemmdi minnst tíu hús og skildi eftir sig risastórt sár í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Eyðileggingin er mikil og áttu sumir bæjarbúar fótum sínum fjör að launa þegar skriðan féll. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2 á svæðinu, náði skriðunni á upptöku eins og sést hér að neðan. Þar má sjá þá gríðarlegu krafta sem að verki voru þegar skriðan féll. Öll hús í bænum voru rýmd í kjölfar stóru skriðunnar og er bærinn því mannlaus, en um 30 ár eru síðan heilt bæjarfélag var rýmt. Allt á suðupunkti í kappræðum Það hefur ef til vill fennt yfir þá staðreynd í öllum fréttunum sem falla til jarðar í tengslum við kórónuveirufaraldurinn að það voru forsetakosningar í sumar. Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni, sitjandi forseta. Forsetakosningar þar sem sitjandi forseti býður sig fram hafa sjaldnast verið mjög spennandi í sögu Íslands, en segja má að það hafi breyst í ár eftir að Guðni Th. og Guðmundur Franklín mættust í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 þann 11. júní í sumar. Þar mættust andstæð sjónarmið og töluverður hiti myndaðist á milli frambjóðenda tveggja. Framganga Guðmundar og andsvör Guðna vöktu mikla athygli enda er myndbandið sem sýnir kappræðurnar það fréttamyndband sem einna mest áhorf hefur fengið á Vísi á árinu. Það sem vakti ekki hvað síst mikla athygli voru spurningar sem frambjóðendur fengu að spyrja hvern annan. Guðmundur Franklín spurði Guðna meðal annars að því hvort hann væri stoltur af því að vera Íslendingur. En það sem vakti mesta athygli var spurning Guðna Th. til Guðmundar. Guðni tók sér dágóðan tíma til að mynda spurninguna, áður en hann bara hana upp. „Ertu stoltur af framgöngu þinni hér í kvöld?“ spurði Guðni, sem virtist vera hneykslaður á því hvernig Guðmundur hafði hagað sér í þættinum. Steypubílseftirförin mikla Það var viðburðarríkur dagur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þann 11. mars síðastliðinn þegar útkall barst um að maður hefði stolið steypubíl í miðbæ Reykjavíkur. Upp hófst mikill eltingaleikur þar sem stórhætta skapaðist. Málið vakti mikla athygli og fjögur myndbönd af eftirförinni eru á meðal þeirra myndbanda sem mest hefur verið horft á á Vísi á árinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum umræddan dag. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að maðurinn hefði sett sjálfan sig og aðra í mikla hættu. „Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.“ Umræddur ökumaður hlaut að lokum þriggja ára fangelsi fyrir hin ýmsu brot meðal annars fyrir ævintýri sín á steypubílnum sem og íkveikju á skemmtistaðnum Pablo discobar viku síðar. Mikil eyðilegging í höfninni á Flateyri Neyðarstigi var lýst yfir þann 15. janúar eftir að þrjú „mjög stór“ snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti þann 14. janúar. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón varð á eignum en engin alvarleg slys á fólki. Snemma var ljóst að annað snjóflóðið sem féll við Flateyri hafði valdið talsverðu tjóni á höfninni og bátum sem þar lágu við bryggju. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, lýsti tjóninu sem varð á höfninni í viðtali við Vísi. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið,“ sagði hann. Næsta dag var hægt að byrja að leggja mat á tjónið og drónamyndbandið sem Önundur Pálsson tók og sjá má hér að neðan vakti mikla athygli, enda sýndi það glögglega hversu aflmikið snjóflóðið var. Skjálftinn og viðbrögðin sem vöktu heimsathygli Nokkuð stór jarðskjálfti reið yfir Suðvesturhorn landsins um miðjan dag þann 20. október síðastliðinn. Skjálftinn fannst afar vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Nokkur myndbönd sem tekin voru upp á meðan skjálftinn reið yfir vöktu mikla athygli, og sum meira en önnur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir. Viðbrögð hennar vöktu heimsathygli. Og það vakti ekki síður athygli hvernig þingmenn brugðust við skjálftanum. Þannig brást Helgi Hrafn Guðmundsson, þingmaður Pírata, við með því að hlaupa úr pontu, á meðan Steingrímur J. Sigfússon, jarðfræðingur og forseti Alþingis, sat sem rólegasti. Þá fannst skjálftinn alla leið upp í Borgarfjörð en myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Svangur fálki Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið þann 11. nóvember þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Allt á floti alls staðar Gríðarlegur sjógangur á Valentínusardaginn sjálfan gerði það að verkum að allt var á floti í Garðinum. Sjór gekk yfir bæinn og sagðist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. „Það er orðið allt á floti hérna. Það er bara svo mikill sjógangur, og akkurat þessi átt, svo mikið háflóð að sjórinn gengur yfir allt,“ sagði Fríða Björk Elíasdóttir í samtali við Vísi. Fjórum dögum áður átti sambærilegur atburður sér stað en í þetta skiptið á Siglufirði. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina. Svo merkilegt taldist myndbandið, sem sjá má hér að neðan, að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. „Sæll, Helgi“ Málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja hafa verið í brennidepli frá því að Kveikur fjallaði um viðskipti félagsins í Namibíu. Þannig komst niðurstaða í dómsmál Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra félagsins gegn Seðlabankanum vegna Samherjamálsins svokallaða, sem hófst með húsleit yfirvalda í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Þá vakti það ekki síst athygli þegar Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og Þorsteinn Már í dómsal en óhætt er að segja að andað hafi köldu milli þeirra tveggja undanfarin ár vegna þessa máls og nú nýlega umfjöllunar Kveiks um viðskipti Samherja í Afríku. Þorsteinn heilsaði Helga, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Lendingarbúnaður brotnaði Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í þann 7. febrúar síðastliðinn hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina. Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, sagði farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. „Um leið og hún lenti fann maður að hun „crashaði“ og skoppaði eins og skopparabolti og datt svo niður á hægri hliðina. Þá kom eldur á flugbrautina hjá hreyflinum,“ sagði Matthildur. Gríðarlegir blossar yfir borginni Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal urðu margir hverjir varir við gríðarmikla blossa snemma morguns þann 14. febrúar síðastliðinn. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan gengu þeir í bylgjum og lýstu upp himininn. „Þetta er alveg magnað augnablik sem þau hafa náð þarna,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, þegar henni voru sýndar myndir af blossunum. Hún sagði að þá mætti að öllum líkindum rekja til viðgerða á Korpulínu. Línan datt út um þann morguninn og reyndu starfsmenn Landsnets að spennusetja línuna. Rak up stór augu þegar sérsveitin birtist Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra stunduðu æfingar á Mosfellsheiði einn morguninn í febrúar. Sverrir Steinn Sverrisson var að aka Mosfellsheiðina um ellefuleytið í morgun þegar þyrla gæslunnar lenti á heiðinni. Hann náði meðfylgjandi myndbandi af lendingunni. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var um hefðbundna æfingu þyrlusveitar og sérsveitar að ræða. Á meðan æfingunni stóð barst tilkynning um rútuslys á Mosfellsheiði. Þyrlan lenti á veginum við slysið þar sem sérsveitarmennirnir fóru út ásamt stýrimanni til að athuga ástand þeirra sem voru um borð. Þyrlan hélt til Reykjavíkur í þeim tilgangi að ná í lækni. Lundi klórar sér með priki Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey vakti heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. Þríeykið klökknaði Líklega er ekki hægt að enda þessa yfirferð án þess að sleppa því að birta eitt myndband sem tengist kórónuveirufaraldrinum. Þann 25. maí fagnaði Svandís Svavarsdóttir þeim góða árangri sem náðist í því að hemja fyrstu bylgju faraldursins. „Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn,“ sagði Svandís í ræðu sinni, sem sjá má hér að neðan. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira