Hafnaði því að hafa vísvitandi leynt góðkynja æxli og fær tíu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 11:27 Líftryggingamiðstöðin heyrir undir tryggingafélagið TM. VÍSIR/rAKEL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í byrjun desember tryggingafélagið Líftryggingamiðstöðina, sem heyrir undir TM, til að greiða konu tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingu sem hún var með hjá félaginu. Konan greindist með krabbamein rúmum þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Félagið sakaði hana um að hafa vísvitandi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um heilsufar sitt við umsókn um trygginguna og sagði henni upp. Málið er rakið í dómi héraðsdóms sem birtur var í gær. Konan sótti um sjúkdómatryggingu hjá félaginu sumarið 2016 eftir að tryggingaráðgjafi hringdi í hana til að bjóða henni að kaupa tryggingu. Í umsókninni var vátryggingarfjárhæð tilgreind tíu milljónir króna. Þá svaraði hún því neitandi á eyðublaðinu að hafa nú eða áður greinst með „krabbamein eða aðra illkynja sjúkdóma/vandamál, frumubreytingar eða vöxt, æxli, blóð- eða eitlasjúkdóma eða góðkynja heilaæxli.“ Líftryggingamiðstöðin samþykkti umsóknina í september 2016 fyrir tímabilið 12. september það ár til 31. maí 2017. Höfðaði mál eftir úrskurð Konan greindist með illkynja mein rétt fyrir jól 2016. Hún gekkst svo undir aðgerðir vegna meinsins í janúar 2017. Konan tilkynnti tjón sitt til tryggingafélagsins í desember 2016 og janúar 2017. Með bréfi í maí 2017 var henni tilkynnt að félagið hafnaði bótaskyldu og að tryggingunni væri þar með sagt upp. Vísað var til þess að ekki yrði annað séð en að rangar upplýsingar hefðu vísvitandi verið gefnar í umsókn hennar, konan hefði greinst með góðkynja æxli árið 2010, og vísað til spurningarinnar sem getið var áður. Úrskurðarnefnd tryggingamála komst að þeirri niðurstöðu að félaginu hefði verið heimilt að hafna bótaskyldu en konan undi því ekki og höfðaði mál. Þá byggði tryggingafélagið sýknukröfu sína einkum á því að krabbameinsrannsókn hefði hafist á konunni áður en þrír mánuðir voru liðnir frá því að tryggingin tók gildi. Taldi sig ekki þurfa að tilgreina góðkynja hnúta Konan byggði mál sitt m.a. á því að hún hefði veitt félaginu upplýsingar um heilsufar sitt eftir bestu samvisku og í samræmi við orðalag umsóknareyðublaðsins. Hún vísaði fullyrðingum félagsins um annað alfarið á bug og áréttaði að félaginu hefði verið veittar víðtækar heimildir til að afla frekari gagna og upplýsinga um heilsufar hennar. Hún hefði jafnframt ekki leitað lækna vegna krabbameins eða annarra illkynja sjúkdóma, auk þess sem tryggingaráðgjafi hefði beinlínis ráðlagt henni að svara umræddri spurningu neitandi. Þessi fullyrðing konunnar fékk þó ekki stoð í gögnum málsins, að mati dómsins. Hún hefði staðið í þeirri trú að ekki væri þörf á að tilgreina sérstaklega að hún hefði gengist undir rannsóknir árin 2011-2013. Konan greindist þar með „góðkynja hnúta“, samkvæmt dómi, en illkynja meinið sem málið fjallar um var á öðrum stað í líkama konunnar. Burtséð frá „rangri og misvísandi ráðgjöf tryggingaráðgjafans“ hefði upplýsingagjöf konunnar verið í samræmi við það sem óskað var eftir í eyðublaðinu. Miðað við orðalagið hefði ekki verið óskað sérstaklega eftir upplýsingum um það hvort konan hefði verið rannsökuð vegna góðkynja æxlis, annars staðar en í heila. Tryggingafélagið verði að bera hallann af vafa um merkingu spurningarinnar. Einnig benti konan á að tryggingaráðgjafinn hefði ítrekað haft samband við hana símleiðis og „boðið henni ýmis gylliboð“. „Sviksamleg vanræksla“ ósönnuð Dómurinn hafnaði því að konan hefði greinst með krabbamein innan við þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Þó að ómskoðun hefði leitt í ljós hnúta í byrjun desember 2016 hefði meinið ekki greinst fyrr en um tíu dögum síðar, þegar þrír mánuðir voru vissulega liðnir. Dómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að spurningin á eyðublaðinu hefði ekki verið nógu skýr. Sú staðreynd að sérstaklega hefði verið tiltekið „góðkynja heilaæxli“ styðji skilning konunnar. Ósannað væri að konan hefði sviksamlega vanrækt upplýsingaskyldu sína og félagið yrði að bera hallann af því. Fallist var að endingu á kröfu konunnar og Líftryggingamiðstöðin dæmd til að greiða konunni tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingunni. Málskostnaður var látinn falla niður og allur gjafsóknarkostnaður konunnar, 1,4 milljónir króna, greiddist úr ríkissjóði. Tryggingar Dómsmál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Konan greindist með krabbamein rúmum þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Félagið sakaði hana um að hafa vísvitandi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um heilsufar sitt við umsókn um trygginguna og sagði henni upp. Málið er rakið í dómi héraðsdóms sem birtur var í gær. Konan sótti um sjúkdómatryggingu hjá félaginu sumarið 2016 eftir að tryggingaráðgjafi hringdi í hana til að bjóða henni að kaupa tryggingu. Í umsókninni var vátryggingarfjárhæð tilgreind tíu milljónir króna. Þá svaraði hún því neitandi á eyðublaðinu að hafa nú eða áður greinst með „krabbamein eða aðra illkynja sjúkdóma/vandamál, frumubreytingar eða vöxt, æxli, blóð- eða eitlasjúkdóma eða góðkynja heilaæxli.“ Líftryggingamiðstöðin samþykkti umsóknina í september 2016 fyrir tímabilið 12. september það ár til 31. maí 2017. Höfðaði mál eftir úrskurð Konan greindist með illkynja mein rétt fyrir jól 2016. Hún gekkst svo undir aðgerðir vegna meinsins í janúar 2017. Konan tilkynnti tjón sitt til tryggingafélagsins í desember 2016 og janúar 2017. Með bréfi í maí 2017 var henni tilkynnt að félagið hafnaði bótaskyldu og að tryggingunni væri þar með sagt upp. Vísað var til þess að ekki yrði annað séð en að rangar upplýsingar hefðu vísvitandi verið gefnar í umsókn hennar, konan hefði greinst með góðkynja æxli árið 2010, og vísað til spurningarinnar sem getið var áður. Úrskurðarnefnd tryggingamála komst að þeirri niðurstöðu að félaginu hefði verið heimilt að hafna bótaskyldu en konan undi því ekki og höfðaði mál. Þá byggði tryggingafélagið sýknukröfu sína einkum á því að krabbameinsrannsókn hefði hafist á konunni áður en þrír mánuðir voru liðnir frá því að tryggingin tók gildi. Taldi sig ekki þurfa að tilgreina góðkynja hnúta Konan byggði mál sitt m.a. á því að hún hefði veitt félaginu upplýsingar um heilsufar sitt eftir bestu samvisku og í samræmi við orðalag umsóknareyðublaðsins. Hún vísaði fullyrðingum félagsins um annað alfarið á bug og áréttaði að félaginu hefði verið veittar víðtækar heimildir til að afla frekari gagna og upplýsinga um heilsufar hennar. Hún hefði jafnframt ekki leitað lækna vegna krabbameins eða annarra illkynja sjúkdóma, auk þess sem tryggingaráðgjafi hefði beinlínis ráðlagt henni að svara umræddri spurningu neitandi. Þessi fullyrðing konunnar fékk þó ekki stoð í gögnum málsins, að mati dómsins. Hún hefði staðið í þeirri trú að ekki væri þörf á að tilgreina sérstaklega að hún hefði gengist undir rannsóknir árin 2011-2013. Konan greindist þar með „góðkynja hnúta“, samkvæmt dómi, en illkynja meinið sem málið fjallar um var á öðrum stað í líkama konunnar. Burtséð frá „rangri og misvísandi ráðgjöf tryggingaráðgjafans“ hefði upplýsingagjöf konunnar verið í samræmi við það sem óskað var eftir í eyðublaðinu. Miðað við orðalagið hefði ekki verið óskað sérstaklega eftir upplýsingum um það hvort konan hefði verið rannsökuð vegna góðkynja æxlis, annars staðar en í heila. Tryggingafélagið verði að bera hallann af vafa um merkingu spurningarinnar. Einnig benti konan á að tryggingaráðgjafinn hefði ítrekað haft samband við hana símleiðis og „boðið henni ýmis gylliboð“. „Sviksamleg vanræksla“ ósönnuð Dómurinn hafnaði því að konan hefði greinst með krabbamein innan við þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Þó að ómskoðun hefði leitt í ljós hnúta í byrjun desember 2016 hefði meinið ekki greinst fyrr en um tíu dögum síðar, þegar þrír mánuðir voru vissulega liðnir. Dómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að spurningin á eyðublaðinu hefði ekki verið nógu skýr. Sú staðreynd að sérstaklega hefði verið tiltekið „góðkynja heilaæxli“ styðji skilning konunnar. Ósannað væri að konan hefði sviksamlega vanrækt upplýsingaskyldu sína og félagið yrði að bera hallann af því. Fallist var að endingu á kröfu konunnar og Líftryggingamiðstöðin dæmd til að greiða konunni tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingunni. Málskostnaður var látinn falla niður og allur gjafsóknarkostnaður konunnar, 1,4 milljónir króna, greiddist úr ríkissjóði.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira