„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2020 09:00 Reiknað er með að uppbyggingin verði hér, á þessum bílastæðum. Vísir/Friðrik Þór Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira