Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2020 07:01 Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? „Traust er gjaldmiðilinn sem verður að skapa, traust til þeirra sem ekki eru á vinnustaðnum og líka traust milli starfsdeilda, mismunandi deilda og milli starfsmanna og viðskiptavina,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands um það atriði sem henni dettur fyrst í hug. „Einmanaleiki í vinnunni mælist hár og það verður að bregðast við því með því að skapa samfélag, samvinnu, traust og samhyggðar. Ástæðan er að einmanakennd veldur bæði miklum heilsufarsvanda og dregur úr frammistöðu og eykur streitu,“ segir Árelía. Að sögn Árelíu er mikilvægasta lexía stjórnenda að allt er mögulegt og þetta reddast hefur fengið nýja merkinu. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um fjarvinnu miðað við stöðuna nú í árslok. Nýjar tölur frá Gallup voru birtar í gær en í dag er spurningum velt upp um þau atriði sem stjórnendur þurfa að velta fyrir sér fyrir komandi ár og tíma. Þrjár helstu áskoranir stjórnenda Að mati Árelíu þurfa leiðtogar að setja fordæmi um það hvers konar samfélag vinnustaðurinn þarf að byggja upp. Ekki aðeins þurfi að huga að þáttum eins og einmanaleika og traust heldur líka að fólk er mismunandi. „Sambland af því að mæta stundum á vinnustaðinn vera með vinnuaðstöðu heima verður til þess að stjórnendur þurfa að huga að fleiri leiðum til að mynda uppbyggilegt samfélag sem nær til allra hópa,“ segir Árelía. Þá þurfi að huga að því hvernig blandað fyrirkomulag hentar mismunandi verkefnum, t.d. nýsköpun. „Til að ýta undir nýsköpun og leysa sköpunarkraftinn úr læðingi þarf fólk að hittast en aftur á móti er hægt að afgreiða fundi með mun skilvirkari hætti rafrænt. Við höfum lært á þessu ári hvað er hægt í þeim efnum.“ Árelía segir stjórnendur einkum þurfa að horfa á þrjú atriði sem áskoranir breyttra tíma. „Stærsta áskorunin hjá stjórnendum hefur verið að takast á við breytt rekstrar umhverfi en flest öll fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að endurskoða stefnumótun sína á þessu ári. Stefnumótun hefur þurft að vera mjög sveigjanleg: Allt frá því að virkja neyðarstjórnir eða ráð, endurskipuleggja algjörlega starfsemi eða endurskipuleggja hluta af starfseminni í að í að skipuleggja sóttvarnir og vinnuaðstöðu, vinnutíma og viðveru. Annað sem hefur verið áskorun er að finna bestu tæknilausnirnar og leiðir til að styðja við fólk sem er að nýta nýjar tæknilausnir sem það hefur ekki gert áður. Koma til móts við ólíkar þarfir þeirra sem eru í fjarvinnu og þeirra sem eru á staðnum og jafnvel í framlínu. Þriðja áskorunin hefur verið að bregðast við breyttum þörfum viðskiptavina en þeir stjórnendur sem hafa náð að halda sjó og jafnvel blómstra eru þeir sem nýta krísuna til að byggja eitthvað nýtt og í sumum tilfellum betra. Árelía segir stjórnendur þurfa að þora að trúa á djafa framtíðarsýn. Vísir/Vilhelm En hvaða lærdóm telur þú að stjórnendur ættu að taka með sér frá árinu 2020 inn í nýtt stjórnunarár 2021? „Ég held að leiðtogar þurfi að byrja á að endurnýja sína eigin krafta og drifkraft til þess að koma áleiðis til starfsmanna von og krafti. Leiðtogar þurfa að þora að trúa á djarfa framtíðarsýn og hafa í sér löngun til að segja söguna sem þarf að segja til að fólk trúi henni, leiðina út úr kóvinu, hvaða strategíu á að tefla fram. Samskiptahæfni sem felst í geta miðlað og ekki síst hlustað á mismunandi þarfir fólks hvort sem það eru starfsmenn eða viðskiptavinir og þá skiptir máli að fólk upplifi umhyggju í sinn garð,“ segir Árelía og bætir við: Árið 2020 hefur sýnt okkur að allt er mögulegt þegar kemur að því að breyta starfsháttum. Það er mikilvægasta lexían sem leiðtogar geta tekið inn í nýtt ár 2021: Allt er mögulegt og „þetta reddast” hefur fengið nýja merkingu.“ Stjórnun Góðu ráðin Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00 Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Traust er gjaldmiðilinn sem verður að skapa, traust til þeirra sem ekki eru á vinnustaðnum og líka traust milli starfsdeilda, mismunandi deilda og milli starfsmanna og viðskiptavina,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands um það atriði sem henni dettur fyrst í hug. „Einmanaleiki í vinnunni mælist hár og það verður að bregðast við því með því að skapa samfélag, samvinnu, traust og samhyggðar. Ástæðan er að einmanakennd veldur bæði miklum heilsufarsvanda og dregur úr frammistöðu og eykur streitu,“ segir Árelía. Að sögn Árelíu er mikilvægasta lexía stjórnenda að allt er mögulegt og þetta reddast hefur fengið nýja merkinu. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um fjarvinnu miðað við stöðuna nú í árslok. Nýjar tölur frá Gallup voru birtar í gær en í dag er spurningum velt upp um þau atriði sem stjórnendur þurfa að velta fyrir sér fyrir komandi ár og tíma. Þrjár helstu áskoranir stjórnenda Að mati Árelíu þurfa leiðtogar að setja fordæmi um það hvers konar samfélag vinnustaðurinn þarf að byggja upp. Ekki aðeins þurfi að huga að þáttum eins og einmanaleika og traust heldur líka að fólk er mismunandi. „Sambland af því að mæta stundum á vinnustaðinn vera með vinnuaðstöðu heima verður til þess að stjórnendur þurfa að huga að fleiri leiðum til að mynda uppbyggilegt samfélag sem nær til allra hópa,“ segir Árelía. Þá þurfi að huga að því hvernig blandað fyrirkomulag hentar mismunandi verkefnum, t.d. nýsköpun. „Til að ýta undir nýsköpun og leysa sköpunarkraftinn úr læðingi þarf fólk að hittast en aftur á móti er hægt að afgreiða fundi með mun skilvirkari hætti rafrænt. Við höfum lært á þessu ári hvað er hægt í þeim efnum.“ Árelía segir stjórnendur einkum þurfa að horfa á þrjú atriði sem áskoranir breyttra tíma. „Stærsta áskorunin hjá stjórnendum hefur verið að takast á við breytt rekstrar umhverfi en flest öll fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að endurskoða stefnumótun sína á þessu ári. Stefnumótun hefur þurft að vera mjög sveigjanleg: Allt frá því að virkja neyðarstjórnir eða ráð, endurskipuleggja algjörlega starfsemi eða endurskipuleggja hluta af starfseminni í að í að skipuleggja sóttvarnir og vinnuaðstöðu, vinnutíma og viðveru. Annað sem hefur verið áskorun er að finna bestu tæknilausnirnar og leiðir til að styðja við fólk sem er að nýta nýjar tæknilausnir sem það hefur ekki gert áður. Koma til móts við ólíkar þarfir þeirra sem eru í fjarvinnu og þeirra sem eru á staðnum og jafnvel í framlínu. Þriðja áskorunin hefur verið að bregðast við breyttum þörfum viðskiptavina en þeir stjórnendur sem hafa náð að halda sjó og jafnvel blómstra eru þeir sem nýta krísuna til að byggja eitthvað nýtt og í sumum tilfellum betra. Árelía segir stjórnendur þurfa að þora að trúa á djafa framtíðarsýn. Vísir/Vilhelm En hvaða lærdóm telur þú að stjórnendur ættu að taka með sér frá árinu 2020 inn í nýtt stjórnunarár 2021? „Ég held að leiðtogar þurfi að byrja á að endurnýja sína eigin krafta og drifkraft til þess að koma áleiðis til starfsmanna von og krafti. Leiðtogar þurfa að þora að trúa á djarfa framtíðarsýn og hafa í sér löngun til að segja söguna sem þarf að segja til að fólk trúi henni, leiðina út úr kóvinu, hvaða strategíu á að tefla fram. Samskiptahæfni sem felst í geta miðlað og ekki síst hlustað á mismunandi þarfir fólks hvort sem það eru starfsmenn eða viðskiptavinir og þá skiptir máli að fólk upplifi umhyggju í sinn garð,“ segir Árelía og bætir við: Árið 2020 hefur sýnt okkur að allt er mögulegt þegar kemur að því að breyta starfsháttum. Það er mikilvægasta lexían sem leiðtogar geta tekið inn í nýtt ár 2021: Allt er mögulegt og „þetta reddast” hefur fengið nýja merkingu.“
Stjórnun Góðu ráðin Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00 Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01
Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01
Atriði sem afkastamiklir stjórnendur í fjarvinnu þurfa að huga að Stjórnendur þurfa að líta aðeins í eiginn barm í fjarvinnu því þeirra hegðun getur haft mikil áhrif á afkastagetu teymisins. 31. ágúst 2020 09:00
Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01