Faraldurinn víða verri en í vor Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 15:18 Heilbrigðisstarfsmenn í Ungverjalandi flytja mann með Covid-19 á sjúkrahús. EPA/Zoltan Balogh Þrátt fyrir að hafa tekist að draga verulega úr umfangi faraldurs nýju kórónuveirunnar í vor og í sumar, er staðan nú víðast hvar í Evrópu svipuð eða verri en þá. Bæði smituðum og dauðsföllum hefur farið hratt fjölgandi. Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira