„Get gengið stolt frá borði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2020 14:00 Rakel Hönnudóttir lék 103 landsleiki og skoraði níu mörk. getty/Eric Verhoeven Eftir þrettán ár í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og 103 landsleiki hefur Rakel Hönnudóttir lagt landsliðskóna á hilluna. Hún segir nokkuð síðan hún tók þessa ákvörðun en hún hefði líklega leikið áfram með landsliðinu ef EM hefði ekki verið frestað um ár. Rakel segir framtíð landsliðsins bjarta. Rakel lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland vann Ungverjaland, 0-1, í undankeppni EM 2022 á þriðjudaginn. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti á fjórða Evrópumótinu í röð. „Þetta er ákvörðun sem ég tók fyrir svolitlu síðan. Ég ákvað að þetta væri góður tímapunktur til að skilja við liðið, að klára undankeppnina og hjálpa til við að koma liðinu á Evrópumótið sem tókst,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í dag. Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðskóna á hilluna.103 A landsleikir og 9 mörk, 3 stórmót og endalaust af frábærum minningum!Takk fyrir allt Rakel!Rakel Hönnudóttir has retired from international duty.#dottir pic.twitter.com/B4Ml1pwtUq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 4, 2020 Rakel, sem verður 32 ára 30. desember, er þó ekki hætt í fótbolta þótt landsliðsferlinum sé lokið. Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistara Breiðabliks. Rakel segir að hún hefði líklega haldið áfram að leika með landsliðinu ef EM hefði verið næsta sumar eins og áætlað var. Vegna kórónuveirufaraldursins var Evrópumótið fært til sumarsins 2022. „Ég hugsa að ég hefði þá reynt að þrauka það. En það er svolítið langt í það núna og þetta er bara komið gott hjá mér,“ sagði Rakel. Æðislegt að taka þátt í uppbyggingunni Hún lék sinn fyrsta landsleik í 2-0 sigri á Póllandi á Algarve-mótinu í mars 2008, þá nítján ára leikmaður Þórs/KA. Rakel kom inn á sem varamaður í hálfleik ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur sem var lengi herbergisfélagi hennar í landsliðinu. „Þetta eru þrettán í heildina og frábær tími og æðislegt að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað,“ sagði Rakel. Rakel í leik gegn Slóveníu á Laugardalsvellinum 2018.vísir/daníel Hún segir að Evrópumótin þrjú standi upp úr á landsliðsferlinum, sérstaklega EM 2013 í Hollandi þar sem hún var í stóru hlutverki. „Stórmótin standa upp úr. EM 2013 var sérstaklega skemmtilegt, þegar við komust í átta liða úrslit. Ég var pínu óheppin með meiðsli fyrir EM 2017, tognaði rétt fyrir mótið og spilaði ekkert þar. En það er geggjað að hafa fengið að taka þátt í þessu og munurinn á liðinu og umgjörðinni í kringum það er mikill,“ sagði Rakel. Stolt af hundrað leikjunum Eins og áður sagði urðu landsleikir Rakelar alls 103 en hún er ein tíu leikmanna sem hafa náð því að leika hundrað leiki fyrir kvennalandsliðið. „Það var eitt af þeim markmiðum sem ég setti mér, að ná hundrað leikjum. Það tókst og ég er virkilega stolt af því. Ég held ég geti gengið stolt frá borði, að hafa verið hluti af þessu liði sem var frábært og ekki sjálfgefið,“ sagði Rakel. Rakel í leik gegn Portúgal á Algarve-mótinu í fyrra.EPA/LUIS FORRA Hún segir að hið skrítna ár 2020 hafi verið gott fyrir sig enda hjálpaði hún Íslandi að komast á EM og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki. „Ég er svolítið mikið meidd á árinu og spilaði ekki alla leiki með Breiðabliki og landsliðinu. En í heildina var þetta mjög gott ár en öðruvísi. Það var gaman að ná í Íslandsmeistaratitilinn þótt þetta hafi verið svolítið undarlegt,“ sagði Rakel en Blikar áttu enn eftir að spila þrjá leiki þegar keppni á Íslandsmótinu var hætt. Engar áhyggjur af þessu Rakel segir að framtíð landsliðsins sé björt og það hafi alla burði til að gera góða hluti á næstu árum. „Ég er bjartsýn. Það eru frábærir leikmenn að koma inn til viðbótar við þær gömlu góðu sem eru búnar að vera heillengi og hafa reynsluna. Mér líst mjög vel á þennan hóp, þá sem eru í og við landsliðið. Það eru margar ungar og efnilegar stelpur sem bíða eftir sínu tækifæri. Framtíðin er björt og ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Rakel að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. 4. desember 2020 11:44 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Rakel lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland vann Ungverjaland, 0-1, í undankeppni EM 2022 á þriðjudaginn. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti á fjórða Evrópumótinu í röð. „Þetta er ákvörðun sem ég tók fyrir svolitlu síðan. Ég ákvað að þetta væri góður tímapunktur til að skilja við liðið, að klára undankeppnina og hjálpa til við að koma liðinu á Evrópumótið sem tókst,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í dag. Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðskóna á hilluna.103 A landsleikir og 9 mörk, 3 stórmót og endalaust af frábærum minningum!Takk fyrir allt Rakel!Rakel Hönnudóttir has retired from international duty.#dottir pic.twitter.com/B4Ml1pwtUq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 4, 2020 Rakel, sem verður 32 ára 30. desember, er þó ekki hætt í fótbolta þótt landsliðsferlinum sé lokið. Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistara Breiðabliks. Rakel segir að hún hefði líklega haldið áfram að leika með landsliðinu ef EM hefði verið næsta sumar eins og áætlað var. Vegna kórónuveirufaraldursins var Evrópumótið fært til sumarsins 2022. „Ég hugsa að ég hefði þá reynt að þrauka það. En það er svolítið langt í það núna og þetta er bara komið gott hjá mér,“ sagði Rakel. Æðislegt að taka þátt í uppbyggingunni Hún lék sinn fyrsta landsleik í 2-0 sigri á Póllandi á Algarve-mótinu í mars 2008, þá nítján ára leikmaður Þórs/KA. Rakel kom inn á sem varamaður í hálfleik ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur sem var lengi herbergisfélagi hennar í landsliðinu. „Þetta eru þrettán í heildina og frábær tími og æðislegt að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað,“ sagði Rakel. Rakel í leik gegn Slóveníu á Laugardalsvellinum 2018.vísir/daníel Hún segir að Evrópumótin þrjú standi upp úr á landsliðsferlinum, sérstaklega EM 2013 í Hollandi þar sem hún var í stóru hlutverki. „Stórmótin standa upp úr. EM 2013 var sérstaklega skemmtilegt, þegar við komust í átta liða úrslit. Ég var pínu óheppin með meiðsli fyrir EM 2017, tognaði rétt fyrir mótið og spilaði ekkert þar. En það er geggjað að hafa fengið að taka þátt í þessu og munurinn á liðinu og umgjörðinni í kringum það er mikill,“ sagði Rakel. Stolt af hundrað leikjunum Eins og áður sagði urðu landsleikir Rakelar alls 103 en hún er ein tíu leikmanna sem hafa náð því að leika hundrað leiki fyrir kvennalandsliðið. „Það var eitt af þeim markmiðum sem ég setti mér, að ná hundrað leikjum. Það tókst og ég er virkilega stolt af því. Ég held ég geti gengið stolt frá borði, að hafa verið hluti af þessu liði sem var frábært og ekki sjálfgefið,“ sagði Rakel. Rakel í leik gegn Portúgal á Algarve-mótinu í fyrra.EPA/LUIS FORRA Hún segir að hið skrítna ár 2020 hafi verið gott fyrir sig enda hjálpaði hún Íslandi að komast á EM og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki. „Ég er svolítið mikið meidd á árinu og spilaði ekki alla leiki með Breiðabliki og landsliðinu. En í heildina var þetta mjög gott ár en öðruvísi. Það var gaman að ná í Íslandsmeistaratitilinn þótt þetta hafi verið svolítið undarlegt,“ sagði Rakel en Blikar áttu enn eftir að spila þrjá leiki þegar keppni á Íslandsmótinu var hætt. Engar áhyggjur af þessu Rakel segir að framtíð landsliðsins sé björt og það hafi alla burði til að gera góða hluti á næstu árum. „Ég er bjartsýn. Það eru frábærir leikmenn að koma inn til viðbótar við þær gömlu góðu sem eru búnar að vera heillengi og hafa reynsluna. Mér líst mjög vel á þennan hóp, þá sem eru í og við landsliðið. Það eru margar ungar og efnilegar stelpur sem bíða eftir sínu tækifæri. Framtíðin er björt og ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Rakel að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. 4. desember 2020 11:44 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. 4. desember 2020 11:44