Fór hálf sjokkeruð til baka í geðshræringu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2020 08:01 Rán Flygering listakona á vinnustofu sinni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Tíu eða ellefu ára varð ég kúskur sem þýddi að ég fékk náðarsamlegast að þræla mér út launalaust allan daginn að moka skít, teyma undir, leggja á, kenna smákrökkum og lóðsa ferðamenn um Rauðhóla. Ég dýrkaði þetta auðvitað,“ segir listakonan Rán Flygering. „Seinna fór ég að ríða út og þjálfa hjá Ástu Láru og Kjartani sem ræktuðu sín hross á Langholtsparti, ég var líka hjá Styrmi Árnasyni í Þýskalandi nokkur sumur og í tamningum hjá Ingimari á Flugumýri í Skagafirði. Í seinni tíð hef ég verið svo mikið á flakki að ég hef ekki sinnt hestamennskunni neitt að ráði, en þetta Covidástand hefur leitt til þess að ég er föst hér og ætla að taka hest á hús í vetur.“ Jarðtenging og núvitund Rán kynntist hestum fyrst áreiðnámskeiðum í reiðskólanum og hestaleigunni Þyrli í Víðidal sem krakki. Hún hefur einstakt lag á að teikna þessar fallegu skepnur og hefur fengið mikið lof fyrir bókina Hestar, sem hún gaf út í ár ásamt Hjörleifi Hjartarsyni. Bókin er full af teikningum eftir Rán en að reyndist henni þó ekki auðvelt í byrjun að teikna hrossin. „Mér líður óskaplega vel í kringum hross, þau virkja í manni eitthvað rólyndi og yfirvegun. Svo er bara „næs“ og hreinskilið að umgangast hross, þau ljúga ekki og móðgast ekki og ef maður er að hugsa um eitthvað annað en stund og stað fer allt í rugl. Ég ætla að leyfa mér að draga af þessu þá ályktun að samband við hesta gefi manni jarðtengingu og núvitund,“ segir Rán. „Hins vegar er það að teikna hross mun flóknara og í raun frekar pirrandi. Þegar ég byrjaði fyrst að vinna að hestabókinni tók ég með mér tjaldstól út í haga til að teikna hross á beit og fór hálf sjokkeruð til baka í geðshræringu yfir að mér myndi aldrei takast að teikna hest með góðu móti.“ Rán segir að það sé ótrúlega margt við hestana sem heilli hana. „Það er helst þessi náttúrutenging sem heillar mig við hesta og hestamennsku og frelsistilfinningin í því að þeysast um moldargötur og móa. Svo hef ég lært svo mikið af hestum um fólk og dýr. Tamningar er sveimér þá mjög gagnlegur bakgrunnur fyrir barnauppeldi til dæmis. En svo verð ég að viðurkenna að þegar ég byrjaði að teikna hesta fyrir þessa bók blossaði upp í mér alveg ný tegund af aðdáun á hestum. Þessi fjórfætta skepna hefur dröslað okkur í gegnum allt á þessu landi í öll þessi ár, það er bara alveg magnað afrek.“ Fór í verkfall á miðri leið Það er samt eitt hross sem er í sérstöku uppáhaldi hjá listakonunni. Fyrsta hrossið sem Rán eignaðist var rauð hryssa, Lind frá Langholtsparti, undan Stormi frá Bólstað og Mist frá Reykjavík. „Hún á þess vegna alltaf mjög sérstakan stað í hjarta mér. Hún var frekar lág í loftinu, ekkert sérlega faxprúð, lét ekki mikið yfir sér og átti það til að verða feit eins og bjúga á títuprjónum. En undir góðum knapa umbreyttist hún í svakalegasta tryllitæki, vígaleg með fyrirmyndar fótalyftu, þrusuviljug og skemmtileg. Hún var reyndar líka frekar uppstökk týpa, eitt sumarið tók ég hana með mér norður í Skagafjörð til að hjálpa mér að kenna trippum að teymast og hún lét sig hafa það í einhverjar vikur. Seinna um sumarið riðum við á næsta bæ að skila hryssu sem ég hafði verið með í þjálfun. Á miðri leið fór hún í verkfall, snarstansaði og neitaði að hreyfa legg né lið fyrr en ég var búin að panta far fyrir hana aftur suður,“ rifjar Rán upp um hina einstöku Lind. „Nú hef ég ekki persónulega kynnst neitt svakalega mörgum hrossum af öðrum kynjum, en samt nokkrum, og miðað við íslenska hesta hafa þau öll verið frekar miklar freðýsur. Kaldlynd og fjarlæg. Íslenskir hestar eru svo stappfullir af náttúrulegum persónuleika, opnir og vinalegir og sjarmerandi. En finnst ekki öllum það um sitt eigið?“ Frelsi til að bulla Rán gafst það frábæra tækifæri að vinna bókina að mestu leyti í opinni vinnustofu í Gunnfríðargryfju í Ásmundarsal síðastliðið sumar. „Ég teiknaði allt á staðnum, hengdi upp á veggina jafnóðum og það var mikið um gestagang. Það var krefjandi að vera kreatívur og tilbúinn að taka á móti gestum hvenær sem er, en mér fannst það líka brjálæðislega gefandi og gaman. Allir höfðu einhverjar hestatengdar sögur að segja sem víkkaði minn sjóndeildarhring.“ Mesta áskorunin var samt að finna eigin leið til að teikna hesta. „Ég er enginn afburða teiknari tæknilega séð, en ég er með mikla reynslu í að koma hugmyndum og sögu á blað með blýanti. Hestar með alla sína vöðva, bein og sinar, sjónarhorn og hliðar er alveg furðulega snúið að teikna án þess að það verði hallærislegt, augljóslega gallað eða „hestamyndalegt.“ Svo ég varð einhvern veginn að finna mína leið að þessu, og það tók svolítið á,“ viðurkennir Rán. „Æfingin skapar meistarann, það er bara þannig. Í gegnum ferlið sótti ég líka reglulega í að skoða teikningar annarra af hestum sem eru ekki anatómískt réttir; klaufalegir riddarahestar á miðaldareflum, brjálæðislegir folar Picasso, póníhestar úr sænskum barnabókum eða týpurnar hans Halldórs Péturssonar. Þannig fannst mér ég fá frelsi til að bulla. Svo var Hjöri búinn að safna saman og skrifa svo mikið af skemmtilegu efni og því auðvelt að verða innblásin af því öllu.“ Líkari hundum eða risaeðlum Rán segir stolt frá því að bókin Hestar sé fyrsta og eina bók heiminum sem inniheldur málverk eftir íslenskan hest. „Skugga-Sveinn frá Hafnarfirði var svo vænn að leyfa okkur að birta eitt af sínum abstraktverkum. Mér finnst þetta allavega frekar merkilegt.“ Í lok bókarinnar fer Rán aðeins yfir það af hverju það er svona snúið að teikna hross. „Beinabyggingin er svo óvænt og ólík okkar að það er heljarinnar verkefni að ná henni almennilega. En svo held ég líka að hestur hafi í raun svo einfalt form séð frá hlið að maður heldur virkilega að það sé ekkert mál. Þess vegna var ákveðið að setja upp póstkassa í Ásmundarsal með áskorun um að teikna hest, svo fólk gæti reynt þetta á eigin skinni. Það skiluðu sér yfir 200 geggjaðar hestamyndir í kassann frá fólki á öllum aldri, en í hreinskilni sagt þá líkjast flest hrossin hundum eða risaeðlum. Við enduðum svo á að nota teikningarnar aftast í bókina, því miður ekki alveg allar en stóran hluta.“ Rán endaði síðan vinnustofudvölina á að fá tvö hross til að koma og sitja fyrir í garðinum við Ásmundarsal. „Þetta var einn af þessum tuttugu stiga sólardögum í sumar og garðurinn fylltist af fjölskyldum sem sátu og teiknuðu hestana, drukku kaffi og hlustuðu á hestatónlist. Þann playlista má finna á Spotify undir nafninu hestur. Það var einn af hápunktum sumarsins.“ Rán Flygering komst fljótt að því að það er ekki auðvelt verkefni að teikna hross.Vísir/Vilhelm Hreyfir við fólki Bókin hestar fylgir eftir bók þeirra Fuglar, sem hlaut einnig mikið lof. Rán segir að bækurnar séu samt á vissan hátt ólíkar. „Fuglabókin er að vissu eða jafnvel öllu leyti miklu skipulagðara verk og auðveldara að halda utan um, bæði í texta og myndum. 75 fuglar verpa á Íslandi og hver þeirra fékk eina opnu. Þannig var allt ferlið miklu línulegra og afmarkaðra, sem er að mörgu leyti mun einfaldara. Hestarnir bera með sér miklu stærra mengi af upplýsingum og í raun eiginlega endalaust hægt fara dýpra og dýpra í efnið. Fuglabókin er svolítið eins og tveggja hæða konfektkassi með molabæklingi á meðan hestabókin er stórt trélitabox þar sem allir litirnir eru á tvist og bast, vaxlitur slæðst með og nokkrir tússlitir.“ Rán segir að dýrabækurnar verði án efa fleiri. „Við höfum fengið afskaplega góð viðbrögð og bókin virðist hreyfa við fólki. Okkur langaði að gera bók sem ætti erindi til allra, ekki bara hestamanna, og mér sýnist það hafa tekist.“ Planið hjá þeim er að gefa bókina út á ensku á næsta ári og svo vonandi fleiri tungumálum í kjölfarið ef vel gengur. Rán heldur úti Instagram síðunni @ranflygering þar sem hægt er að fylgjast með henni en einn daginn ætlar hún að gefa út gamaldags fréttabréf. Hún heldur líka úti heimasíðunni ranflygering.com og þar er hægt að kynna sér verkefnin hennar. „Akkúrat núna er ég að vinna að nýrri myndabók, rannsóknarverkefni um örnefni, klámblaði, teikningar fyrir greiningavinnu með jafnréttisfyrirtækinu Empower, stuttri fræðsluteiknimynd og netversluninni.“ Svo langar Rán líka að læra að smíða og vonar að það sé fram undan. Hestar Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Seinna fór ég að ríða út og þjálfa hjá Ástu Láru og Kjartani sem ræktuðu sín hross á Langholtsparti, ég var líka hjá Styrmi Árnasyni í Þýskalandi nokkur sumur og í tamningum hjá Ingimari á Flugumýri í Skagafirði. Í seinni tíð hef ég verið svo mikið á flakki að ég hef ekki sinnt hestamennskunni neitt að ráði, en þetta Covidástand hefur leitt til þess að ég er föst hér og ætla að taka hest á hús í vetur.“ Jarðtenging og núvitund Rán kynntist hestum fyrst áreiðnámskeiðum í reiðskólanum og hestaleigunni Þyrli í Víðidal sem krakki. Hún hefur einstakt lag á að teikna þessar fallegu skepnur og hefur fengið mikið lof fyrir bókina Hestar, sem hún gaf út í ár ásamt Hjörleifi Hjartarsyni. Bókin er full af teikningum eftir Rán en að reyndist henni þó ekki auðvelt í byrjun að teikna hrossin. „Mér líður óskaplega vel í kringum hross, þau virkja í manni eitthvað rólyndi og yfirvegun. Svo er bara „næs“ og hreinskilið að umgangast hross, þau ljúga ekki og móðgast ekki og ef maður er að hugsa um eitthvað annað en stund og stað fer allt í rugl. Ég ætla að leyfa mér að draga af þessu þá ályktun að samband við hesta gefi manni jarðtengingu og núvitund,“ segir Rán. „Hins vegar er það að teikna hross mun flóknara og í raun frekar pirrandi. Þegar ég byrjaði fyrst að vinna að hestabókinni tók ég með mér tjaldstól út í haga til að teikna hross á beit og fór hálf sjokkeruð til baka í geðshræringu yfir að mér myndi aldrei takast að teikna hest með góðu móti.“ Rán segir að það sé ótrúlega margt við hestana sem heilli hana. „Það er helst þessi náttúrutenging sem heillar mig við hesta og hestamennsku og frelsistilfinningin í því að þeysast um moldargötur og móa. Svo hef ég lært svo mikið af hestum um fólk og dýr. Tamningar er sveimér þá mjög gagnlegur bakgrunnur fyrir barnauppeldi til dæmis. En svo verð ég að viðurkenna að þegar ég byrjaði að teikna hesta fyrir þessa bók blossaði upp í mér alveg ný tegund af aðdáun á hestum. Þessi fjórfætta skepna hefur dröslað okkur í gegnum allt á þessu landi í öll þessi ár, það er bara alveg magnað afrek.“ Fór í verkfall á miðri leið Það er samt eitt hross sem er í sérstöku uppáhaldi hjá listakonunni. Fyrsta hrossið sem Rán eignaðist var rauð hryssa, Lind frá Langholtsparti, undan Stormi frá Bólstað og Mist frá Reykjavík. „Hún á þess vegna alltaf mjög sérstakan stað í hjarta mér. Hún var frekar lág í loftinu, ekkert sérlega faxprúð, lét ekki mikið yfir sér og átti það til að verða feit eins og bjúga á títuprjónum. En undir góðum knapa umbreyttist hún í svakalegasta tryllitæki, vígaleg með fyrirmyndar fótalyftu, þrusuviljug og skemmtileg. Hún var reyndar líka frekar uppstökk týpa, eitt sumarið tók ég hana með mér norður í Skagafjörð til að hjálpa mér að kenna trippum að teymast og hún lét sig hafa það í einhverjar vikur. Seinna um sumarið riðum við á næsta bæ að skila hryssu sem ég hafði verið með í þjálfun. Á miðri leið fór hún í verkfall, snarstansaði og neitaði að hreyfa legg né lið fyrr en ég var búin að panta far fyrir hana aftur suður,“ rifjar Rán upp um hina einstöku Lind. „Nú hef ég ekki persónulega kynnst neitt svakalega mörgum hrossum af öðrum kynjum, en samt nokkrum, og miðað við íslenska hesta hafa þau öll verið frekar miklar freðýsur. Kaldlynd og fjarlæg. Íslenskir hestar eru svo stappfullir af náttúrulegum persónuleika, opnir og vinalegir og sjarmerandi. En finnst ekki öllum það um sitt eigið?“ Frelsi til að bulla Rán gafst það frábæra tækifæri að vinna bókina að mestu leyti í opinni vinnustofu í Gunnfríðargryfju í Ásmundarsal síðastliðið sumar. „Ég teiknaði allt á staðnum, hengdi upp á veggina jafnóðum og það var mikið um gestagang. Það var krefjandi að vera kreatívur og tilbúinn að taka á móti gestum hvenær sem er, en mér fannst það líka brjálæðislega gefandi og gaman. Allir höfðu einhverjar hestatengdar sögur að segja sem víkkaði minn sjóndeildarhring.“ Mesta áskorunin var samt að finna eigin leið til að teikna hesta. „Ég er enginn afburða teiknari tæknilega séð, en ég er með mikla reynslu í að koma hugmyndum og sögu á blað með blýanti. Hestar með alla sína vöðva, bein og sinar, sjónarhorn og hliðar er alveg furðulega snúið að teikna án þess að það verði hallærislegt, augljóslega gallað eða „hestamyndalegt.“ Svo ég varð einhvern veginn að finna mína leið að þessu, og það tók svolítið á,“ viðurkennir Rán. „Æfingin skapar meistarann, það er bara þannig. Í gegnum ferlið sótti ég líka reglulega í að skoða teikningar annarra af hestum sem eru ekki anatómískt réttir; klaufalegir riddarahestar á miðaldareflum, brjálæðislegir folar Picasso, póníhestar úr sænskum barnabókum eða týpurnar hans Halldórs Péturssonar. Þannig fannst mér ég fá frelsi til að bulla. Svo var Hjöri búinn að safna saman og skrifa svo mikið af skemmtilegu efni og því auðvelt að verða innblásin af því öllu.“ Líkari hundum eða risaeðlum Rán segir stolt frá því að bókin Hestar sé fyrsta og eina bók heiminum sem inniheldur málverk eftir íslenskan hest. „Skugga-Sveinn frá Hafnarfirði var svo vænn að leyfa okkur að birta eitt af sínum abstraktverkum. Mér finnst þetta allavega frekar merkilegt.“ Í lok bókarinnar fer Rán aðeins yfir það af hverju það er svona snúið að teikna hross. „Beinabyggingin er svo óvænt og ólík okkar að það er heljarinnar verkefni að ná henni almennilega. En svo held ég líka að hestur hafi í raun svo einfalt form séð frá hlið að maður heldur virkilega að það sé ekkert mál. Þess vegna var ákveðið að setja upp póstkassa í Ásmundarsal með áskorun um að teikna hest, svo fólk gæti reynt þetta á eigin skinni. Það skiluðu sér yfir 200 geggjaðar hestamyndir í kassann frá fólki á öllum aldri, en í hreinskilni sagt þá líkjast flest hrossin hundum eða risaeðlum. Við enduðum svo á að nota teikningarnar aftast í bókina, því miður ekki alveg allar en stóran hluta.“ Rán endaði síðan vinnustofudvölina á að fá tvö hross til að koma og sitja fyrir í garðinum við Ásmundarsal. „Þetta var einn af þessum tuttugu stiga sólardögum í sumar og garðurinn fylltist af fjölskyldum sem sátu og teiknuðu hestana, drukku kaffi og hlustuðu á hestatónlist. Þann playlista má finna á Spotify undir nafninu hestur. Það var einn af hápunktum sumarsins.“ Rán Flygering komst fljótt að því að það er ekki auðvelt verkefni að teikna hross.Vísir/Vilhelm Hreyfir við fólki Bókin hestar fylgir eftir bók þeirra Fuglar, sem hlaut einnig mikið lof. Rán segir að bækurnar séu samt á vissan hátt ólíkar. „Fuglabókin er að vissu eða jafnvel öllu leyti miklu skipulagðara verk og auðveldara að halda utan um, bæði í texta og myndum. 75 fuglar verpa á Íslandi og hver þeirra fékk eina opnu. Þannig var allt ferlið miklu línulegra og afmarkaðra, sem er að mörgu leyti mun einfaldara. Hestarnir bera með sér miklu stærra mengi af upplýsingum og í raun eiginlega endalaust hægt fara dýpra og dýpra í efnið. Fuglabókin er svolítið eins og tveggja hæða konfektkassi með molabæklingi á meðan hestabókin er stórt trélitabox þar sem allir litirnir eru á tvist og bast, vaxlitur slæðst með og nokkrir tússlitir.“ Rán segir að dýrabækurnar verði án efa fleiri. „Við höfum fengið afskaplega góð viðbrögð og bókin virðist hreyfa við fólki. Okkur langaði að gera bók sem ætti erindi til allra, ekki bara hestamanna, og mér sýnist það hafa tekist.“ Planið hjá þeim er að gefa bókina út á ensku á næsta ári og svo vonandi fleiri tungumálum í kjölfarið ef vel gengur. Rán heldur úti Instagram síðunni @ranflygering þar sem hægt er að fylgjast með henni en einn daginn ætlar hún að gefa út gamaldags fréttabréf. Hún heldur líka úti heimasíðunni ranflygering.com og þar er hægt að kynna sér verkefnin hennar. „Akkúrat núna er ég að vinna að nýrri myndabók, rannsóknarverkefni um örnefni, klámblaði, teikningar fyrir greiningavinnu með jafnréttisfyrirtækinu Empower, stuttri fræðsluteiknimynd og netversluninni.“ Svo langar Rán líka að læra að smíða og vonar að það sé fram undan.
Hestar Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira