Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2020 13:04 Helga Vala segist, eftir dóm MDE í Landsréttarmálinu svokallaða, ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum. Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta. Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta.
Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14