Alexandra: Viljinn hjá okkur er bara rosalega mikill að komast þangað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 12:00 Alexandra Jóhannsdóttir spilaði frábærlega með Blikum í sumar þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Skjámynd/Twitter/@footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sig inn á sitt fjórða Evrópumót í röð með sigri á Ungverjum í dag en það eru nokkrar ungar í liðinu sem væru þá að komast á sitt fyrsta EM. Alexandra Jóhannsdóttir er búin að vinna sér fast sæti inn á miðju íslenska landsliðsins og hún var tekin í viðtal fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum í dag. „Ég held að við séum allar rosalega spenntar fyrir því að fá að spila svona úrslitaleik því það eru bara langskemmtilegustu leikirnir. Mér finnst stemmningin í hópnum vera góðir og allir spenntir að fara spila,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir í viðtali við starfsmann KSÍ á æfingu íslenska liðsins. Íslenski hópurinn er í sinni búbblu í Búdapest eftir að hafa byrjað landsliðsverkefnið í nágrannalandinu Slóvakíu. ,,Við þurfum að byrja leikinn almennilega."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/yzrX8JOIBA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2020 Íslenska liðið átti ekki góðan fyrri hálfleik í Slóvakíu og var 1-0 undir í hálfleik. Stelpurnar fóru í gang í þeim seinni og skoruðu þá þrjú mörk. „Við þurfum að byrja leikinn almennilega. Það þýðir ekkert að byrja hann þegar það eru 45 mínútur búnar. Við þurfum bara að byrja frá fyrstu mínútu og klára níutíu plús,“ sagði Alexandra. Íslensku stelpurnar gætu tryggt sér sæti á Evrópumótinu með sigri á Ungverjum. „Við vitum allar að því. Við förum bara með það markmið í leikinn að ná þremur stigum og vonandi gengur það bara,“ sagði Alexandra. Íslenska liðið hefur komist á þrjú síðustu Evrópumót en það eru kynslóðaskipti í liðinu núna. „Það yrði bara geggjað að koma á EM. Við eru margar hérna sem eru komnar nýjar inn og þetta yrði þá fyrsta stóra verkefnið hjá okkur. Ég held að viljinn hjá flestum sé bara rosalega mikill að komast þangað,“ sagði Alexandra en það má sjá viðtalið í brotum hér fyrir ofan og neðan. ,,Ég held að viljinn hjá flestum sé bara rosalega mikill að komast þangað."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/PIP84oYoUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2020 EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Alexandra Jóhannsdóttir er búin að vinna sér fast sæti inn á miðju íslenska landsliðsins og hún var tekin í viðtal fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum í dag. „Ég held að við séum allar rosalega spenntar fyrir því að fá að spila svona úrslitaleik því það eru bara langskemmtilegustu leikirnir. Mér finnst stemmningin í hópnum vera góðir og allir spenntir að fara spila,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir í viðtali við starfsmann KSÍ á æfingu íslenska liðsins. Íslenski hópurinn er í sinni búbblu í Búdapest eftir að hafa byrjað landsliðsverkefnið í nágrannalandinu Slóvakíu. ,,Við þurfum að byrja leikinn almennilega."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/yzrX8JOIBA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2020 Íslenska liðið átti ekki góðan fyrri hálfleik í Slóvakíu og var 1-0 undir í hálfleik. Stelpurnar fóru í gang í þeim seinni og skoruðu þá þrjú mörk. „Við þurfum að byrja leikinn almennilega. Það þýðir ekkert að byrja hann þegar það eru 45 mínútur búnar. Við þurfum bara að byrja frá fyrstu mínútu og klára níutíu plús,“ sagði Alexandra. Íslensku stelpurnar gætu tryggt sér sæti á Evrópumótinu með sigri á Ungverjum. „Við vitum allar að því. Við förum bara með það markmið í leikinn að ná þremur stigum og vonandi gengur það bara,“ sagði Alexandra. Íslenska liðið hefur komist á þrjú síðustu Evrópumót en það eru kynslóðaskipti í liðinu núna. „Það yrði bara geggjað að koma á EM. Við eru margar hérna sem eru komnar nýjar inn og þetta yrði þá fyrsta stóra verkefnið hjá okkur. Ég held að viljinn hjá flestum sé bara rosalega mikill að komast þangað,“ sagði Alexandra en það má sjá viðtalið í brotum hér fyrir ofan og neðan. ,,Ég held að viljinn hjá flestum sé bara rosalega mikill að komast þangað."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/PIP84oYoUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2020
EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira