Arnór leitar að fyrsta Evrópumarkinu frá því á Santiago Bernabéu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Arnór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Real Madrid á Santiago Bernabéu fyrir tveimur árum. getty/VI Images Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, hefur ekki skorað í Evrópuleik síðan hann negldi síðasta naglann í kistu Real Madrid fyrir tæpum tveimur árum. Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins. Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins.
Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira