Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 12:30 Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir leik Íslands á Wembley á miðvikudagskvöldið sem var möguleika síðasti leikur þeirra beggja. Getty/Michael Regan Freyr Alexandersson er að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er um leið að hætta að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir mjög viðburðarík og eftirminnileg sjö ár. Freyr Alexandersson tók þátt í gullskeiði íslenskrar knattspyrnu á tíma sínum hjá Knattspyrnusambandi Íslands og fór á stórmót sem hluti af bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á tíma sínum hjá KSÍ þá náði Freyr nefnilega að taka þátt í því að koma báðum íslensku A-landsliðunum á stórmót og var svo ótrúlega nálægt því að koma íslenska karlalandsliðinu á þriðja stórmótið í röð fyrir nokkrum dögum. Freyr Alexandersson skrifaði undir sinn fyrsta samning við KSÍ þegar hann tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2013. Hann hefur unnið fyrir sambandið síðan, var kvennalandsliðsþjálfari í fimm ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu haustið 2018. Freyr skrifaði stuttan fallega kveðjupistil á fésbókina í dag þar sem hann gerði upp þessi sjö ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu,“ skrifaði Freyr. Freyr hélt nýverið upp á 38 ára afmælið sitt og hefur þrátt fyrir ungan aldur náð því að fara á þrjú stórmót með íslensku A-landsliðunum. „Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta,“ skrifaði Freyr. Hann og Erik Hamrén voru aðeins hársbreidd frá því að koma íslenska karlalandsliðinu á EM næsta sumar enda var Ísland 1-0 yfir á móti Ungverjum á 87. mínútu leiksins. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Arena munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri. Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu,“ skrifaði Freyr. Freyr er að kveðja KSÍ núna en það er að heyra á honum að hann ætli sér að vinna aftur fyrir sambandið og íslenska knattspyrnu. „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós. Þangað til næst. Takk fyrir mig,“ skrifaði Freyr að lokum.Það er verður að teljast mjög líklegt að Knattspyrnusamband Íslands mun leita aftur til Freys í framtíðinni en hvort það verður sem næsti A-landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands eða eftir nokkur ár verður að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Freyr Alexandersson er að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er um leið að hætta að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir mjög viðburðarík og eftirminnileg sjö ár. Freyr Alexandersson tók þátt í gullskeiði íslenskrar knattspyrnu á tíma sínum hjá Knattspyrnusambandi Íslands og fór á stórmót sem hluti af bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á tíma sínum hjá KSÍ þá náði Freyr nefnilega að taka þátt í því að koma báðum íslensku A-landsliðunum á stórmót og var svo ótrúlega nálægt því að koma íslenska karlalandsliðinu á þriðja stórmótið í röð fyrir nokkrum dögum. Freyr Alexandersson skrifaði undir sinn fyrsta samning við KSÍ þegar hann tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2013. Hann hefur unnið fyrir sambandið síðan, var kvennalandsliðsþjálfari í fimm ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu haustið 2018. Freyr skrifaði stuttan fallega kveðjupistil á fésbókina í dag þar sem hann gerði upp þessi sjö ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu,“ skrifaði Freyr. Freyr hélt nýverið upp á 38 ára afmælið sitt og hefur þrátt fyrir ungan aldur náð því að fara á þrjú stórmót með íslensku A-landsliðunum. „Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta,“ skrifaði Freyr. Hann og Erik Hamrén voru aðeins hársbreidd frá því að koma íslenska karlalandsliðinu á EM næsta sumar enda var Ísland 1-0 yfir á móti Ungverjum á 87. mínútu leiksins. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Arena munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri. Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu,“ skrifaði Freyr. Freyr er að kveðja KSÍ núna en það er að heyra á honum að hann ætli sér að vinna aftur fyrir sambandið og íslenska knattspyrnu. „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós. Þangað til næst. Takk fyrir mig,“ skrifaði Freyr að lokum.Það er verður að teljast mjög líklegt að Knattspyrnusamband Íslands mun leita aftur til Freys í framtíðinni en hvort það verður sem næsti A-landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands eða eftir nokkur ár verður að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira