Laddi og leiðin áfram Halldóra Morgensen skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar