Laddi og leiðin áfram Halldóra Morgensen skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Hagkerfi þar sem hámörkun neyslunnar er sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið „mannauður“ fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Mannúðlegu samfélagi og sjálfbærni verður aldrei náð í hlekkjum núverandi fyrirkomulags. Kerfis sem þrífst á striti, einstaklingshyggju og sífellt aukinni og hraðari neyslu. Kerfi sem fer fram á það sem Laddi söng um á sínum tíma: „Fólk á hlaupum í innkaupum,“ eða það sem Þorvaldur Þorsteinsson kallaði verslandi vinnuafl. Til þess að geta snúið þessari óheillaþróun í samfélags- og loftslagsmálum við þurfum við miklu samþættari skipulagningu efnahags- og umhverfismála. Án breytinga í efnahagsmálum verður ekkert lífvænlegt umhverfi og án umhverfisins verður enginn efnahagur. Þessi skilningur felur í sér að vera óhrædd við að varpa fram stórum hugmyndum. Spyrja stórra spurninga og setja markið hátt, því til þess að ná árangri verðum við að þora. Það ætlum við að gera á Umhverfisþingi Pírata sem fram fer klukkan 11 á morgun. Öllum er boðið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni á slóðinni piratar.tv. Meðal þeirra sem taka til máls og miðla visku sinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum og Logi Unnarson Jónsson stjórnarmaður í Hampfélaginu. Framsögufólkið okkar mun halda erindi og svara spurningum á fundinum. Saman munum við svo varða leiðina áfram; leiðina að mannlegri, grænni og farsælli framtíð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar