Fótbolti

Íslandsleikurinn sögulegur: Hafði ekki gerst hjá enska landsliðinu síðan 1883

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Foden var rekinn heim frá Íslandi en kom sterkur inn í byrjunarlið Englands á ný í gærkvöldi. Hér fer hann framhjá Ara og Hólmari.
Phil Foden var rekinn heim frá Íslandi en kom sterkur inn í byrjunarlið Englands á ný í gærkvöldi. Hér fer hann framhjá Ara og Hólmari. Getty/Chloe Knott

Enska landsliðið í knattspyrnu afrekaði það á móti íslenska landsliðinu á Wembley í gærkvöldi sem liðið hafðu ekki náð í 137 ár.

Í fyrsta sinn síðan árið 1883 þá skoruðu þrír leikmenn 21 árs eða yngri fyrir enska landsliðið í sama leiknum.

Umræddir markaskorarar í gærkvöldi voru þeir Declan Rice (21 árs), Mason Mount (21 árs) og Phil Foden (20 ára).

Declan Rice spilar með West Ham, Mason Mount er hjá Chelsea og Phil Foden hjá Manchester City. Þetta voru fyrstu landsliðsmörkin hjá þeim Declan Rice og Phil Foden.

William Cobbold, Oliver Whateley og Frank Pawson voru allir 21 árs eða yngri þegar þeir skoruðu fyrir enska landsliðið í 7-0 sigri á móti Írlandi í febrúarmánuði 1883.

Phil Foden skoraði tvö mörk í leiknum í gærkvöldi og er yngsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins til að skora meira en eitt mark í sama leiknum á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×