Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2020 22:08 Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Byrjað var á nýja veginum í brekkunni fyrir ofan Vegagerðarkarlinn eða Pennukarlinn, sem reistur var af brúarsmiðum árið 1958 við ána Pennu. Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar hófu verkið í Penningsdal ofan Flókalundar fyrir miðjan október. Á þeirra vegum vinna fimmtán starfsmenn á svæðinu undir stjórn Péturs Hemmingsen verkefnisstjóra, sem segir að gengið hafi þokkalega til þessa. „Stærsti verkþátturinn í þessu verki eru sprengingar. Við erum bara á fullu í því núna,“ segir Pétur. Sprengt fyrir nýja veginum í Pennusneiðingi. Horft niður til Vatnsfjarðar.Egill Aðalsteinsson Bara í Penningsdalnum er áætlað að sprengja þurfi 220 þúsund rúmmetra. Unnið er tólf tíma á dag, frá sjö á morgnana til sjö á kvöldin, og það þarf að vinna rösklega. „Já, mjög. Og það er eiginlega aðaláskorunin í þessu verki. Það er verktíminn. Við eigum að klára hérna næsta haust. Þannig að: Já, þetta verður svona spretthlaup.“ Framkvæmdir eru einnig hafnar uppi á heiðinni, á Þverdal neðan gatnamóta Bíldudalsvegar. Séð niður Þverdal í átt til Breiðafjarðar. Hægra megin fyrir miðri mynd má sjá tæki ÍAV í nýja vegstæðinu.Egill Aðalsteinsson Fyrsti áfanginn er tvískiptur. Kaflinn að sunnanverðu er 5,7 kílómetrar en einnig er 4,3 kílómetra kafli milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar í Arnarfirði, um Meðalnes. Verktakarnar einbeita sér fyrstu mánuðina að verkinu Vatnsfjarðarmegin. „Og einhverntímann eftir áramótin förum við að vinna í Arnarfirðinum líka,“ segir Pétur. Horft út Dynjandisvog. Vegurinn fyrir Meðalnes færist úr hlíðinni niður í fjöruna.Egill Aðalsteinsson Verksamningur þessa fyrsta áfanga er upp á 1.733 milljónir króna. „Ég held að þetta verði mikil bylting fyrir fólkið hérna og aðra sem eiga leið um. Ekki spurning,“ segir verkefnisstjóri ÍAV. Ef allt gengur að óskum verður það 30. september á næsta ári sem menn geta ekið eftir rennisléttu malbikinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Sjá meira
Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Byrjað var á nýja veginum í brekkunni fyrir ofan Vegagerðarkarlinn eða Pennukarlinn, sem reistur var af brúarsmiðum árið 1958 við ána Pennu. Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar hófu verkið í Penningsdal ofan Flókalundar fyrir miðjan október. Á þeirra vegum vinna fimmtán starfsmenn á svæðinu undir stjórn Péturs Hemmingsen verkefnisstjóra, sem segir að gengið hafi þokkalega til þessa. „Stærsti verkþátturinn í þessu verki eru sprengingar. Við erum bara á fullu í því núna,“ segir Pétur. Sprengt fyrir nýja veginum í Pennusneiðingi. Horft niður til Vatnsfjarðar.Egill Aðalsteinsson Bara í Penningsdalnum er áætlað að sprengja þurfi 220 þúsund rúmmetra. Unnið er tólf tíma á dag, frá sjö á morgnana til sjö á kvöldin, og það þarf að vinna rösklega. „Já, mjög. Og það er eiginlega aðaláskorunin í þessu verki. Það er verktíminn. Við eigum að klára hérna næsta haust. Þannig að: Já, þetta verður svona spretthlaup.“ Framkvæmdir eru einnig hafnar uppi á heiðinni, á Þverdal neðan gatnamóta Bíldudalsvegar. Séð niður Þverdal í átt til Breiðafjarðar. Hægra megin fyrir miðri mynd má sjá tæki ÍAV í nýja vegstæðinu.Egill Aðalsteinsson Fyrsti áfanginn er tvískiptur. Kaflinn að sunnanverðu er 5,7 kílómetrar en einnig er 4,3 kílómetra kafli milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar í Arnarfirði, um Meðalnes. Verktakarnar einbeita sér fyrstu mánuðina að verkinu Vatnsfjarðarmegin. „Og einhverntímann eftir áramótin förum við að vinna í Arnarfirðinum líka,“ segir Pétur. Horft út Dynjandisvog. Vegurinn fyrir Meðalnes færist úr hlíðinni niður í fjöruna.Egill Aðalsteinsson Verksamningur þessa fyrsta áfanga er upp á 1.733 milljónir króna. „Ég held að þetta verði mikil bylting fyrir fólkið hérna og aðra sem eiga leið um. Ekki spurning,“ segir verkefnisstjóri ÍAV. Ef allt gengur að óskum verður það 30. september á næsta ári sem menn geta ekið eftir rennisléttu malbikinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Sjá meira
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00