Fótbolti

Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku landsliðsmennirnir fagna markinu á móti Danmörku.
Íslensku landsliðsmennirnir fagna markinu á móti Danmörku. Getty/Gaston Szermann

Kórónuveiran var að sjálfsögðu í stóru hlutverki á blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir Þjóðadeildaleik Íslands á móti Englandi á morgun.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út í áhyggjur sínar af kórónuveirunni nú þegar smitum fjölgar í löndum Evrópu.

Íslenski hópurinn hefur verið á ferðinni um Evrópu og England er fjórða landið hjá íslenska liðinu í þessum landsleikjaglugga.

Hamrén sagðist ekki hafa áhyggjur af kórónuveirusmitum og að hann treystir starfsfólki KSÍ til að passa upp á leikmenn og allan hópinn.

„Við höfum ekki áhyggjur. Þetta er fjórða landið sem við dveljum í í þessu verkefni og það eru enn allir neikvæðir. Okkur hefur tekist að ráða við þetta en auðvitað er þetta mikið vandamál, fyrir alla,“ sagði Erik Hamrén.

Íslenska landsliðið byrjaði á æfingabúðum í Þýskalandi og hefur spilað í Ungverjalandi og Danmörku. Liðið er nú komið til Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×