Englendingar gætu verið búnir að eignast nýjan Gazza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 12:30 Jack Grealish með boltann í leiknum á móti Belgíu. Getty/John Berry Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira