Að stuðla að aukinni vellíðan í móðurhlutverkinu með aðferðum jákvæðrar sálfræði Yrja Kristinsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:32 Móðurhlutverkið er margslungið, það er krefjandi, skemmtilegt, erfitt, yndislegt, gefandi og fjölbreytilegt. Mæður eru oft að leita að leiðum til að geta vaxið og dafnað í móðurhlutverkinu og aðlagað uppeldið að sjálfum sér og þörfum barnsins þrátt fyrir að vera í vinnu, stunda áhugamál og eiga vini og fjölskyldu sem þarf að sinna. Á þessum hröðu tímum í nútímasamfélagi eru allskonar uppeldisaðferðir í boði og stundum getum við átt erfitt með að finna út hvaða aðferð hentar best fyrir okkur og okkar börn. Uppeldisaðferðin RIE (e. Resources for infant educators) hefur verið að slá í gegn hér á landi en hún snýst um virðingarríkt tengslauppeldi. Einnig má nefna styrkleikabyggt uppeldi (e. strength based parenting), jákvætt uppeldi (e. positive parenting) og svo mætti lengi telja. Svo er auðvitað alltaf spurningin um tímann, það eru aðeins 24 klukkustundir í sólarhringnum og við getum ekki verið allstaðar. Við finnum því stundum fyrir þeirri pressu að þurfa að vera ofurkonur á öllum vígstöðvum en það getur tekið á og þá verður hið fræga mömmusamviskubit til. Það er meira að segja til hugtakið foreldrakulnun (e. parental burnout) sem lýsir sér þannig að foreldrahlutverkið verður einstaklingnum bæði líkamlega og tilfinningalega ofviða og getur valdið efasemdum um getu til að vera gott foreldri og/eða tilfinningalegri fjarveru. Eins og oft er talað um þá þurfum við að setja á okkur súrefnisgrímuna áður en við getum aðstoðað aðra. En hvað er hægt að gera til að ná jafnvægi og stuðla að aukinni vellíðan í móðurhlutverkinu? Aðferðir jákvæðrar sálfræði bjóða uppá möguleika til að koma á jafnvægi, draga úr álagi og auka vellíðan á þessu sviði en meðal rannsóknarefna innan greinarinnar eru vellíðan, jákvæðar tilfinningar, hamingja, þrautseigja, sambönd, hugarfar, tilgangur og hvað fær fólk til að vaxa og dafna í lífinu. Í jákvæðri sálfræði eru rannsakaðir þeir þættir sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og fá þá til að blómstra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvætt viðhorf er verndandi þáttur fyrir sálræna og líkamlega heilsu. Það hafa jafnframt verið rannsakaðar aðferðir og æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir og kallast þær jákvæð inngrip. Dæmi um jákvæð inngrip sem geta stuðlað að vellíðan í móðurhlutverkinu eru meðal annars; aðgreina styrkleika sína og nota þá í uppeldinu, þakklætisæfingar, þrír góðir hlutir, núvitund og hreyfing. Styrkleikar eru eitt af aðal viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Styrkleikar einkenna hvern og einn einstakling. Það eru eiginleikar sem geta orðið breytilegir eftir aðstæðum og hægt að styrkja með því að veita þeim athygli og þjálfa. Hægt er að greina styrkleika sína t.d með VIA-styrkleikaprófi sem er á heimasíðunni www.viacharacter.org. Það er hægt að nota styrkleika með skemmtilegum og uppbyggjandi hætti í uppeldinu sem um leið getur aukið vellíðan móður og því haft bein áhrif á hamingju barnanna. Dæmi um hvernig hægt er að nota styrkleika foreldris í uppeldi er til dæmis að nota húmor, þá er meðal annars hægt að setja fyndinn miða í skólastöskuna hjá barninu eða senda því skemmtileg skilaboð á meðan það er úti með vinunum. Einnig er hægt að leggja áherslu á styrkleika barnsins sem getur leitt til frekari lífsánægju og um leið dregið úr stressi og kvíða í daglegu lífi. Niðurstöður úr rannsókn Lea Waters og Jessie Sun (2017) sýna að styrkleikamiðaðar aðferðir hafi áhrif á vellíðan en þær sýndu að foreldrar sem þekktu styrkleika sína og barna sinna voru með meiri trú á sér í uppeldinu og fundu fyrir fleiri jákvæðum tilfinningum í garð barnanna. Þakklætisæfingar felast í því að vera þakklátur fyrir það sem lífið hefur uppá að bjóða. Það er stundum flóknara en maður heldur að finna fyrir þakklæti en rannsóknir hafa sýnt að þakklæti hefur jákvæð áhrif á vellíðan, heilsu, svefn og sambönd við aðra. Þakklætisæfingar geta verið ýmiskonar en þá má helst nefna að skrifa þakklætisbréf, fara í þakklætisheimsóknir eða einfaldlega skrifa niður þrjá hluti sem gerðust yfir daginn sem maður er þakklátur fyrir. Oft eru þetta einstaklingsæfingar en ef fjölskyldan gerir þetta saman, getur það haft jákvæð áhrif á fjölskylduna og barnið getur upplifað að kröfurnar sem eru settar á það eru heilbrigðar og raunhæfar. Þrír góðir hlutir er æfing sem eflir jákvæðar tilfinningar og er tilvalin til þess að læra að taka eftir þeim góðu hlutum sem gerast hjá okkur hverjum degi. Æfingin felst í því að finna þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn, skrifa þá niður, segja frá hvað olli þeim og hver þáttur manns var í þeim. Æfingin hefur þau áhrif að við förum að að setja athyglina meðvitað á það jákvæða sem gerist í daglegu lífi. Núvitund er ástand þar sem athygli er haldið í núinu á virkan og opinn hátt. Núvitund byggir á því að vera meðvitaður um líðandi stund og meðvitaður um eigin hugsanir, án þess að gagnrýna þær eða gera væntingar til þeirra. Athyglinni er beint að hugsunum, líkamanum og umhverfinu í líðandi stundu og getur það leitt til betri sjálfsvitundar. Með því að geranúvitundaræfingar þjálfum við athyglina og aukum meðvitund okkar um það sem er að gerast innra með okkur og umhverfis okkur. Þær geta einnig haft jákvæð áhrif á vellíðan og því hjálpað til við að við séum til staðar fyrir börnin okkar. Við hlustum með vakandi athygli þegar þau tala og það verða jákvæð samskipti þarna á milli. Hreyfing er mjög mikilvæg en hún hefur áhrif á jákvæðar tilfinningar og getur því haft jákvæð áhrif á samband móður og barns. Það er mikilvægt að finna hreyfingu sem veitir okkur ánægju og sem hentar hverjum og einum því þannig eru meiri líkur á að við hreyfum okkur sem oftast og það eykur um leið líkamlega og andlega vellíðan okkar. Þetta eru án efa allt aðferðir sem geta hjálpað til við að styrkja og hvetja til jákvæðra samskipta á milli móður og barns. Því ekki að prófa þessar aðferðir og sjá hvort að aðferðir jákvæðrar sálfræði geti haft góð áhrif á þig og samband þitt við barnið þitt? Gangi þér vel! Höfundur er eigandi Dafna-markþjálfun & ráðgjöf og er með MA í uppeldis-og menntunarfræði, diplóma í jákvæðri sálfræði, diplóma í djáknafræðum og markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Móðurhlutverkið er margslungið, það er krefjandi, skemmtilegt, erfitt, yndislegt, gefandi og fjölbreytilegt. Mæður eru oft að leita að leiðum til að geta vaxið og dafnað í móðurhlutverkinu og aðlagað uppeldið að sjálfum sér og þörfum barnsins þrátt fyrir að vera í vinnu, stunda áhugamál og eiga vini og fjölskyldu sem þarf að sinna. Á þessum hröðu tímum í nútímasamfélagi eru allskonar uppeldisaðferðir í boði og stundum getum við átt erfitt með að finna út hvaða aðferð hentar best fyrir okkur og okkar börn. Uppeldisaðferðin RIE (e. Resources for infant educators) hefur verið að slá í gegn hér á landi en hún snýst um virðingarríkt tengslauppeldi. Einnig má nefna styrkleikabyggt uppeldi (e. strength based parenting), jákvætt uppeldi (e. positive parenting) og svo mætti lengi telja. Svo er auðvitað alltaf spurningin um tímann, það eru aðeins 24 klukkustundir í sólarhringnum og við getum ekki verið allstaðar. Við finnum því stundum fyrir þeirri pressu að þurfa að vera ofurkonur á öllum vígstöðvum en það getur tekið á og þá verður hið fræga mömmusamviskubit til. Það er meira að segja til hugtakið foreldrakulnun (e. parental burnout) sem lýsir sér þannig að foreldrahlutverkið verður einstaklingnum bæði líkamlega og tilfinningalega ofviða og getur valdið efasemdum um getu til að vera gott foreldri og/eða tilfinningalegri fjarveru. Eins og oft er talað um þá þurfum við að setja á okkur súrefnisgrímuna áður en við getum aðstoðað aðra. En hvað er hægt að gera til að ná jafnvægi og stuðla að aukinni vellíðan í móðurhlutverkinu? Aðferðir jákvæðrar sálfræði bjóða uppá möguleika til að koma á jafnvægi, draga úr álagi og auka vellíðan á þessu sviði en meðal rannsóknarefna innan greinarinnar eru vellíðan, jákvæðar tilfinningar, hamingja, þrautseigja, sambönd, hugarfar, tilgangur og hvað fær fólk til að vaxa og dafna í lífinu. Í jákvæðri sálfræði eru rannsakaðir þeir þættir sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og fá þá til að blómstra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvætt viðhorf er verndandi þáttur fyrir sálræna og líkamlega heilsu. Það hafa jafnframt verið rannsakaðar aðferðir og æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir og kallast þær jákvæð inngrip. Dæmi um jákvæð inngrip sem geta stuðlað að vellíðan í móðurhlutverkinu eru meðal annars; aðgreina styrkleika sína og nota þá í uppeldinu, þakklætisæfingar, þrír góðir hlutir, núvitund og hreyfing. Styrkleikar eru eitt af aðal viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Styrkleikar einkenna hvern og einn einstakling. Það eru eiginleikar sem geta orðið breytilegir eftir aðstæðum og hægt að styrkja með því að veita þeim athygli og þjálfa. Hægt er að greina styrkleika sína t.d með VIA-styrkleikaprófi sem er á heimasíðunni www.viacharacter.org. Það er hægt að nota styrkleika með skemmtilegum og uppbyggjandi hætti í uppeldinu sem um leið getur aukið vellíðan móður og því haft bein áhrif á hamingju barnanna. Dæmi um hvernig hægt er að nota styrkleika foreldris í uppeldi er til dæmis að nota húmor, þá er meðal annars hægt að setja fyndinn miða í skólastöskuna hjá barninu eða senda því skemmtileg skilaboð á meðan það er úti með vinunum. Einnig er hægt að leggja áherslu á styrkleika barnsins sem getur leitt til frekari lífsánægju og um leið dregið úr stressi og kvíða í daglegu lífi. Niðurstöður úr rannsókn Lea Waters og Jessie Sun (2017) sýna að styrkleikamiðaðar aðferðir hafi áhrif á vellíðan en þær sýndu að foreldrar sem þekktu styrkleika sína og barna sinna voru með meiri trú á sér í uppeldinu og fundu fyrir fleiri jákvæðum tilfinningum í garð barnanna. Þakklætisæfingar felast í því að vera þakklátur fyrir það sem lífið hefur uppá að bjóða. Það er stundum flóknara en maður heldur að finna fyrir þakklæti en rannsóknir hafa sýnt að þakklæti hefur jákvæð áhrif á vellíðan, heilsu, svefn og sambönd við aðra. Þakklætisæfingar geta verið ýmiskonar en þá má helst nefna að skrifa þakklætisbréf, fara í þakklætisheimsóknir eða einfaldlega skrifa niður þrjá hluti sem gerðust yfir daginn sem maður er þakklátur fyrir. Oft eru þetta einstaklingsæfingar en ef fjölskyldan gerir þetta saman, getur það haft jákvæð áhrif á fjölskylduna og barnið getur upplifað að kröfurnar sem eru settar á það eru heilbrigðar og raunhæfar. Þrír góðir hlutir er æfing sem eflir jákvæðar tilfinningar og er tilvalin til þess að læra að taka eftir þeim góðu hlutum sem gerast hjá okkur hverjum degi. Æfingin felst í því að finna þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn, skrifa þá niður, segja frá hvað olli þeim og hver þáttur manns var í þeim. Æfingin hefur þau áhrif að við förum að að setja athyglina meðvitað á það jákvæða sem gerist í daglegu lífi. Núvitund er ástand þar sem athygli er haldið í núinu á virkan og opinn hátt. Núvitund byggir á því að vera meðvitaður um líðandi stund og meðvitaður um eigin hugsanir, án þess að gagnrýna þær eða gera væntingar til þeirra. Athyglinni er beint að hugsunum, líkamanum og umhverfinu í líðandi stundu og getur það leitt til betri sjálfsvitundar. Með því að geranúvitundaræfingar þjálfum við athyglina og aukum meðvitund okkar um það sem er að gerast innra með okkur og umhverfis okkur. Þær geta einnig haft jákvæð áhrif á vellíðan og því hjálpað til við að við séum til staðar fyrir börnin okkar. Við hlustum með vakandi athygli þegar þau tala og það verða jákvæð samskipti þarna á milli. Hreyfing er mjög mikilvæg en hún hefur áhrif á jákvæðar tilfinningar og getur því haft jákvæð áhrif á samband móður og barns. Það er mikilvægt að finna hreyfingu sem veitir okkur ánægju og sem hentar hverjum og einum því þannig eru meiri líkur á að við hreyfum okkur sem oftast og það eykur um leið líkamlega og andlega vellíðan okkar. Þetta eru án efa allt aðferðir sem geta hjálpað til við að styrkja og hvetja til jákvæðra samskipta á milli móður og barns. Því ekki að prófa þessar aðferðir og sjá hvort að aðferðir jákvæðrar sálfræði geti haft góð áhrif á þig og samband þitt við barnið þitt? Gangi þér vel! Höfundur er eigandi Dafna-markþjálfun & ráðgjöf og er með MA í uppeldis-og menntunarfræði, diplóma í jákvæðri sálfræði, diplóma í djáknafræðum og markþjálfi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun