Ísland þriðja flokks fyrir undankeppni HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 15:01 Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM í Rússlandi en hefur nú dregist niður í 3. flokk. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir töpin tvö gegn Ungverjalandi og Danmörku er orðið ljóst að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM í fótbolta þann 7. desember. Undankeppni HM í Katar er öll leikin á næsta ári. Fyrstu þrír leikirnir eru í mars og verða jafnframt fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, eftir að Erik Hamrén ákvað að láta gott heita. Undankeppninni lýkur í nóvember, eftir nákvæmlega eitt ár. Fyrir HM-dráttinn er þjóðum Evrópu skipt í sex styrkleikaflokka. Farið er eftir stöðu þjóða á næsta heimslista. Ísland átti möguleika á að komast í hóp 20 efstu þjóða Evrópu á heimslista, með góðum úrslitum gegn Ungverjum, Dönum og svo Englendingum á miðvikudag, en nú er ljóst með útreikningum að liðið verður í 3. styrkleikaflokki. Einnig er ljóst hvaða tíu lið verða í efsta styrkleikaflokki, og níu þjóðir eru öruggar um sæti í 2. styrkleikaflokki (Rússland, Rúmenía eða Írland fær síðasta lausa sætið). Belgía, England og Danmörk, mótherjar Íslands í Þjóðadeildinni í ár, eru öll í efsta flokknum. Ísland fær sem sagt eina þjóð úr hvorum þessara flokka í sinn riðil í undankeppni HM: Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Ítalía, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Úkraína, Austurríki, Tyrkland, Slóvakía, Serbía, Rússland/Rúmenía/Írland. Leikið verður í 5 og 6 liða riðlum í undankeppni HM, svo Ísland fengi 2-3 andstæðinga í viðbót í sinn riðil, úr lægri styrkleikaflokkum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar, líkt og þegar Ísland komst á HM í Rússlandi. Næstefsta lið hvers riðils kemst í umspil, líkt og þegar Ísland komst í umspil gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Ungverjalandi og Danmörku er orðið ljóst að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM í fótbolta þann 7. desember. Undankeppni HM í Katar er öll leikin á næsta ári. Fyrstu þrír leikirnir eru í mars og verða jafnframt fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, eftir að Erik Hamrén ákvað að láta gott heita. Undankeppninni lýkur í nóvember, eftir nákvæmlega eitt ár. Fyrir HM-dráttinn er þjóðum Evrópu skipt í sex styrkleikaflokka. Farið er eftir stöðu þjóða á næsta heimslista. Ísland átti möguleika á að komast í hóp 20 efstu þjóða Evrópu á heimslista, með góðum úrslitum gegn Ungverjum, Dönum og svo Englendingum á miðvikudag, en nú er ljóst með útreikningum að liðið verður í 3. styrkleikaflokki. Einnig er ljóst hvaða tíu lið verða í efsta styrkleikaflokki, og níu þjóðir eru öruggar um sæti í 2. styrkleikaflokki (Rússland, Rúmenía eða Írland fær síðasta lausa sætið). Belgía, England og Danmörk, mótherjar Íslands í Þjóðadeildinni í ár, eru öll í efsta flokknum. Ísland fær sem sagt eina þjóð úr hvorum þessara flokka í sinn riðil í undankeppni HM: Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Ítalía, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Úkraína, Austurríki, Tyrkland, Slóvakía, Serbía, Rússland/Rúmenía/Írland. Leikið verður í 5 og 6 liða riðlum í undankeppni HM, svo Ísland fengi 2-3 andstæðinga í viðbót í sinn riðil, úr lægri styrkleikaflokkum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar, líkt og þegar Ísland komst á HM í Rússlandi. Næstefsta lið hvers riðils kemst í umspil, líkt og þegar Ísland komst í umspil gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31