Hágrét í viðtali eftir að San Marínó náði aftur í stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 12:31 Dante Carlos Rossi var að spila sinn fimmta landsleik fyrir San Marinó en þeir hafa allir verið á árinu 2020. Getty/Jonathan Moscrop Þjóðadeildin skiptir sumar þjóðir alveg gríðarlega miklu máli og það sást vel á sjónvarpsviðtali við varnarmann San Marínó. Dante Rossi, varnarmaður San Marinó, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali eftir að San Marinó hafði gert markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni. Rossi kom í viðtal eftir að San Marinó hafði þarna náð í stig í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Báðir leikirnir hafa endað með marklausu jafntefli, fyrst á móti Liechtenstein og svo á móti Gíbraltar. Rossi og félagar í vörninni hafa því haldið hreinu í báðum leikjunum. Dante Rossi bursts into tears after helping minnows San Marino to historic back-to-back draws https://t.co/fssZfGtt3K— MailOnline Sport (@MailSport) November 15, 2020 Dante Rossi réð ekki við tilfinningarnar í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði að ég ætlaði ekki að gráta en ég mun gráta. Þetta er gjöf til litlu, stóru, stóru þjóðar minnar,“ sagði Dante Rossi sem er fæddur í Argentínu en spilaði í fyrsta sinn fyrir San Marinó í september síðastliðnum. San Marinó missti fyrirliðann Davide Simoncini af velli með rautt spjald á 49. mínútu en náði að landa stigi tíu á móti ellefu. „Þetta er eins og draumur fyrir mig og ég á ekki mörg orð. Fjölskyldan mín er ánægð og eiginkonan líka. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllu starfsfólkinu. Við höldum vonandi áfram á þessari braut sem lengst,“ sagði Rossi „Ég tileinka þjóðinni þetta jafntefli. Við erum lítil þjóð en erum með stórt hjarta. Ég bið fjölskyldu mína, eiginkonuna og alla vinina samt afsökunar á þessum tárum,“ sagði Dante Rossi. San Marinó hefur aðeins unnið einn leik frá upphafi og það var 1-0 sigur á Liechtenstein í vináttulandsleik árið 2004. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira
Þjóðadeildin skiptir sumar þjóðir alveg gríðarlega miklu máli og það sást vel á sjónvarpsviðtali við varnarmann San Marínó. Dante Rossi, varnarmaður San Marinó, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali eftir að San Marinó hafði gert markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni. Rossi kom í viðtal eftir að San Marinó hafði þarna náð í stig í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Báðir leikirnir hafa endað með marklausu jafntefli, fyrst á móti Liechtenstein og svo á móti Gíbraltar. Rossi og félagar í vörninni hafa því haldið hreinu í báðum leikjunum. Dante Rossi bursts into tears after helping minnows San Marino to historic back-to-back draws https://t.co/fssZfGtt3K— MailOnline Sport (@MailSport) November 15, 2020 Dante Rossi réð ekki við tilfinningarnar í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði að ég ætlaði ekki að gráta en ég mun gráta. Þetta er gjöf til litlu, stóru, stóru þjóðar minnar,“ sagði Dante Rossi sem er fæddur í Argentínu en spilaði í fyrsta sinn fyrir San Marinó í september síðastliðnum. San Marinó missti fyrirliðann Davide Simoncini af velli með rautt spjald á 49. mínútu en náði að landa stigi tíu á móti ellefu. „Þetta er eins og draumur fyrir mig og ég á ekki mörg orð. Fjölskyldan mín er ánægð og eiginkonan líka. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllu starfsfólkinu. Við höldum vonandi áfram á þessari braut sem lengst,“ sagði Rossi „Ég tileinka þjóðinni þetta jafntefli. Við erum lítil þjóð en erum með stórt hjarta. Ég bið fjölskyldu mína, eiginkonuna og alla vinina samt afsökunar á þessum tárum,“ sagði Dante Rossi. San Marinó hefur aðeins unnið einn leik frá upphafi og það var 1-0 sigur á Liechtenstein í vináttulandsleik árið 2004.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Sjá meira