Hágrét í viðtali eftir að San Marínó náði aftur í stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 12:31 Dante Carlos Rossi var að spila sinn fimmta landsleik fyrir San Marinó en þeir hafa allir verið á árinu 2020. Getty/Jonathan Moscrop Þjóðadeildin skiptir sumar þjóðir alveg gríðarlega miklu máli og það sást vel á sjónvarpsviðtali við varnarmann San Marínó. Dante Rossi, varnarmaður San Marinó, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali eftir að San Marinó hafði gert markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni. Rossi kom í viðtal eftir að San Marinó hafði þarna náð í stig í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Báðir leikirnir hafa endað með marklausu jafntefli, fyrst á móti Liechtenstein og svo á móti Gíbraltar. Rossi og félagar í vörninni hafa því haldið hreinu í báðum leikjunum. Dante Rossi bursts into tears after helping minnows San Marino to historic back-to-back draws https://t.co/fssZfGtt3K— MailOnline Sport (@MailSport) November 15, 2020 Dante Rossi réð ekki við tilfinningarnar í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði að ég ætlaði ekki að gráta en ég mun gráta. Þetta er gjöf til litlu, stóru, stóru þjóðar minnar,“ sagði Dante Rossi sem er fæddur í Argentínu en spilaði í fyrsta sinn fyrir San Marinó í september síðastliðnum. San Marinó missti fyrirliðann Davide Simoncini af velli með rautt spjald á 49. mínútu en náði að landa stigi tíu á móti ellefu. „Þetta er eins og draumur fyrir mig og ég á ekki mörg orð. Fjölskyldan mín er ánægð og eiginkonan líka. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllu starfsfólkinu. Við höldum vonandi áfram á þessari braut sem lengst,“ sagði Rossi „Ég tileinka þjóðinni þetta jafntefli. Við erum lítil þjóð en erum með stórt hjarta. Ég bið fjölskyldu mína, eiginkonuna og alla vinina samt afsökunar á þessum tárum,“ sagði Dante Rossi. San Marinó hefur aðeins unnið einn leik frá upphafi og það var 1-0 sigur á Liechtenstein í vináttulandsleik árið 2004. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Þjóðadeildin skiptir sumar þjóðir alveg gríðarlega miklu máli og það sást vel á sjónvarpsviðtali við varnarmann San Marínó. Dante Rossi, varnarmaður San Marinó, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali eftir að San Marinó hafði gert markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni. Rossi kom í viðtal eftir að San Marinó hafði þarna náð í stig í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Báðir leikirnir hafa endað með marklausu jafntefli, fyrst á móti Liechtenstein og svo á móti Gíbraltar. Rossi og félagar í vörninni hafa því haldið hreinu í báðum leikjunum. Dante Rossi bursts into tears after helping minnows San Marino to historic back-to-back draws https://t.co/fssZfGtt3K— MailOnline Sport (@MailSport) November 15, 2020 Dante Rossi réð ekki við tilfinningarnar í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði að ég ætlaði ekki að gráta en ég mun gráta. Þetta er gjöf til litlu, stóru, stóru þjóðar minnar,“ sagði Dante Rossi sem er fæddur í Argentínu en spilaði í fyrsta sinn fyrir San Marinó í september síðastliðnum. San Marinó missti fyrirliðann Davide Simoncini af velli með rautt spjald á 49. mínútu en náði að landa stigi tíu á móti ellefu. „Þetta er eins og draumur fyrir mig og ég á ekki mörg orð. Fjölskyldan mín er ánægð og eiginkonan líka. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllu starfsfólkinu. Við höldum vonandi áfram á þessari braut sem lengst,“ sagði Rossi „Ég tileinka þjóðinni þetta jafntefli. Við erum lítil þjóð en erum með stórt hjarta. Ég bið fjölskyldu mína, eiginkonuna og alla vinina samt afsökunar á þessum tárum,“ sagði Dante Rossi. San Marinó hefur aðeins unnið einn leik frá upphafi og það var 1-0 sigur á Liechtenstein í vináttulandsleik árið 2004.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira