Fara fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu íbúðarhúsnæði hælisleitenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30