Löggjöf um veðmál úrelt? Jenný Stefánsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 08:01 Eftir leik Þórs og Grindavíkur í 1. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í sumar, eða þann 19. júní síðastliðinn, kom upp ákveðið atvik í fjölmiðlum þar sem þjálfari og leikmenn Þórs auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum. Eftir umrætt atvik vísaði framkvæmdastjóri KSÍ málinu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem að endingu komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sekta Þór um 50 þúsund krónur. Í umræddum úrskurði kemur orðrétt fram: „Var um að ræða framkomu sem er að mati framkvæmdastjóra óheiðarleg og til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Ennfremur er það mat framkvæmdastjóra að framkoma þessi jaðri við og jafnvel brjóti í bága við ákvæði landslaga, sbr. b. lið 1. mgr. 11. gr. laga um happdrætti nr. 38/2005.“ Í frétt sem birtist á vísir.is þann 22. júní síðastliðinn segir: „Tilgangur þess hefur ekki verið gerður opinber en leiða má að því líkum að Þórsarar hafi viljað vekja athygli á því að á meðan að milljónum er veðjað á íslenska leiki í hverri viku hjá erlendum veðmálafyrirtækjum mega þessi fyrirtæki lögum samkvæmt ekki gera auglýsingasamninga við félögin hverra lið spila leikina.“ Í b. lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 38/2005 um happdrætti kemur fram að það varði sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum, ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögunum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, [óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis]. Á undanförnum árum hefur komið upp umræða er varðar það regluverk sem í gildi er hér á landi og þá hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða það vegna gríðarlegra breytinga sem átt hafa sér stað. Sér í lagi vegna hnattvæðingarinnar og vaxandi miðlunar og dreifingar auglýsinga á samfélagsmiðlum. Erlend veðmálafyrirtæki auglýsa á samfélagsmiðlum. Nánast óhjákvæmilegt er að slíkar auglýsingar verði á vegi okkar. Hvort heldur sem veðmálaauglýsingar eru bannaðar hér á landi eða ekki munu veðmálaauglýsingar halda áfram að líta dagsins ljós og verða á vegi okkar hvort sem það er í gegnum íþróttaviðburði í sjónvarpinu, hlaðvörp, Facebook, Instagram eða í gegnum aðra samfélagsmiðla. Þess utan er verið að auglýsa veðmál hér á landi, þ.e. í gegnum Lengjuna sem Íslenskar getraunir starfrækja, og er það eini aðilinn sem hefur lögum samkvæmt leyfi til að auglýsa veðmálastarfsemi hér á landi. Önnur veðmálafyrirtæki mega ekki auglýsa hér á landi, til að mynda með því að gera samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gæti mögulega skilað sér með fjármunum inn í íþróttahagkerfið. Velta má upp hvort þörf sé á lagabreytingum og hvort eðlilegt sé að leyfa ekki auglýsingar annarra veðmálafyrirtækja en þeirra sem falla undir þrönga skilgreiningu laganna. Þá velti ég fyrir mér hvort umrædd löggjöf hér á landi sé úrelt. Miðlun upplýsinga á samfélagsmiðlum, hnattvæðing og breyttar samfélagsaðstæður kalla að mínu mati á breytingar á lagaumhverfinu. Veðjað er á íslenska leiki í hinum ýmsu íþróttum í hverri viku hjá erlendum veðmálafyrirtækjum en á sama tíma mega þessi fyrirtæki lögum samkvæmt ekki gera t.d. auglýsingasamninga við íþróttafélögin. Veðmálafyrirtæki sjá sér hag í því að gera auglýsingasamninga við íþróttafélög. Á íþróttaviðburðum erlendis eru veðmálafyrirtækin áberandi styrktaraðilar íþróttafélaganna. Tekjumöguleikar íþróttafélaga myndu aukast ef veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa hér á landi og gætu hjálpað íþróttafélögunum sem mörg hver standa höllum fæti. Það kann að vera af hinu góða að fá fleiri veðmálafyrirtæki inn á íslenskan markað og þannig efla samkeppnina. Sú skoðun kann að vera umdeild. Hins vegar er vert að ræða málið og skoða hvort breytinga sé þörf. Veðmálastarfsemi er komin til að vera Hinn anginn á þessari umræðu snýr að veðmálastarfseminni. Í 1. mgr. 183. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 kemur fram: „Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.“Auk þess kemur fram í a. lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 38/2005 um happdrætti að það varði sektum eða fangelsi í allt að sex mánuðum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum, ef maðuraf ásetningi eða stórfelldu gáleysi rekur happdrættis- eða veðmálastarfsemi hér á landi án þess að hafa til þess happdrættisleyfi samkvæmt lögum 38/2005. Mismunandi er eftir löndum hve frjáls markaðurinn er að þessu leyti. Hér á landi er nokkuð strangt regluverk í kringum veðmálastarfsemi samanborið við t.d. Bretland og fleiri lönd. Veðmálastarfsemi er lögleg á Bretlandi og veðmálastarfsemi í sambandi við íþróttir gríðarstór iðnaður. Í íslenskri löggjöf eru Íslenskar getraunir eina fyrirtækið sem hefur leyfi til reksturs íþróttagetrauna, sbr. 1. gr. laga nr. 59/1972 um getraunir. Þar er ætlunin að afla fjár til stuðnings íþróttaiðkun á vegum áhugamanna um íþróttir í landinu í félögum innan Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands Íslands. Íslenskar getraunir eru helsti eftirlitsaðilinn, skiptir því verulegu máli að fyrirtækið fylgist vel með öllum veðmálum og þróun markaðarins. Unnt er að veðja á úrslit ógrynnis leikja hérlendis sem og erlendis, auk atvika innan leikjanna á erlendum veðmálasíðum. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu þessara erlendu fyrirtækja sem samkvæmt íslenskri löggjöf mega ekki starfa hér á landi. Til dæmis er augljóst að fyrirtækið Coolbet á að höfða til íslensks markaðar. Coolbet hefur hins vegar eistneskt starfsleyfi sem fyrirtækið segir að gildi bæði fyrir eistneska viðskiptavini sem og þá sem eru búsettir annars staðar. Aðalskrifstofa Coolbet er í miðborg Tallinn í Eistlandi. Þann 4. ágúst 2020 birti Coolbet á Twittersíðu sinni upplýsingar um það að heildarvelta fyrirtækisins í tengslum við íslenska knattspyrnu í sumar, þ.e. frá því að íslenski fótboltinn byrjaði þann 12. júní, væri 297.991.000 krónur. Einnig kom fram hversu mikil velta hefði verið í hverri deild fyrir sig á Íslandi. Vinsælasta deildin er Pepsi-Max deild karla en veltan þar var tæplega 87 milljónir króna. Athygli vekur að næsta deild á eftir er fjórða deildin, þar nam veltan rúmlega 54 milljónum króna. Ljóst er að hluti umræddra fjármuna er ekki að skila sér inn í íslenskt hagkerfi, sem eftir atvikum væri t.d. unnt að setja í forvarnarstarf. Í flestum tilvikum er fylgst vel með veðmálum sem eru tengd löglegum fyrirtækjum, a.m.k í Evrópu og því verður að telja ólíklegra að þau veðmál tengist spillingu. Til dæmis hafa stjórnvöld á Englandi tekið veðmálastarfsemi föstum tökum. Þar er starfsemin lögleg, í lögum um fjárhættuspil ber öllum veðmálafyrirtækjum skylda til að deila upplýsingum með íþróttasamböndum og gera þeim viðvart um grunsamleg veðmál á íþróttaviðburði. Litið er á þessa reglu sem mikilvægt verkfæri til að koma í veg fyrir og sjá fyrir veðmálasvik. Hagræðing úrslita er t.a.m. refsiverð á Bretlandi. Refsiákvæðinu er oft beitt gagnvart einstaklingum sem eru viðriðnir hagræðingu úrslita leikja, sem falla utan gildissviðs ákæru hjá stofnunum á vegum íþróttahreyfingarinnar. Lögleiðing veðmálastarfsemi myndi gera stjórnvöldum kleift að auka eftirlit með starfseminni, skylda fyrirtækin til að deila upplýsingum með íþróttasamböndum og gera þeim viðvart um grunsamleg veðmál á íþróttaviðburðum og eftir atvikum skylda fyrirtækin til að koma slíkum upplýsingum til opinberra aðila þegar við á. Lögleiðing starfseminnar myndi auðvelda stjórnvöldum og íþróttasamböndum hér á landi að komast í samstarf og samvinnu við t.d. Interpol og Europol. Slíkt samstarf þekkist víða um Evrópu og hafa þessir aðilar komið upp um mörg mál þar sem úrslitum hefur verið hagrætt. Full þörf er á að að setja ákvæði um bann við hagræðingu úrslita íþróttaleikja í löggjöf hér á landi sem taki til jafnt íþróttamannanna og allra annarra sem þátt eiga í slíkri starfsemi. Jacques Rogge, forseti IOC sagði árið 2011 að ,,veðmál fæli í sér tækifæri til að afla fjár í íþróttum. Vandamálið er að veðmálin leiða til hagræðingar úrslita og ógnar þar með heilindum í íþróttum.Íþróttahreyfingin verður að sameinast um aðgerðir í samvinnu við stjórnvöld og löglega veðmálastarfsemi. Eingöngu með þeim hætti er hægt að berjast gegn þessari vá.“ Veðmálastarfsemi er komin til að vera, fólk út um allan heim mun halda áfram að veðja á íþróttaleiki, þar með talið Íslendingar, sama hvort veðmálastarfsemi er ólögleg eða lögleg í þeirra heimalandi. Ef það er vilji þá er leið. Þess vegna má velta fyrir sér hvort allra hluta vegna sé einfaldlega ekki betra að leyfa veðmálastarfsemi hér á landi. Verði starfsemin gerð lögleg þarf hins vegar að vera til staðar skýr lagarammi fyrir umrædd fyrirtæki sem þau þyrftu að fara eftir. Með því að lögleiða veðmálastarfsemi hér á landi væri unnt að fylgjast betur með starfseminni, hafa eftirlit með henni, skylda fyrirtækin til að tilkynna vafasama eða grunsamlega háttsemi svo sem hagræðingu úrslita og svo framvegis. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fótbolti KSÍ Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eftir leik Þórs og Grindavíkur í 1. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í sumar, eða þann 19. júní síðastliðinn, kom upp ákveðið atvik í fjölmiðlum þar sem þjálfari og leikmenn Þórs auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum. Eftir umrætt atvik vísaði framkvæmdastjóri KSÍ málinu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem að endingu komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sekta Þór um 50 þúsund krónur. Í umræddum úrskurði kemur orðrétt fram: „Var um að ræða framkomu sem er að mati framkvæmdastjóra óheiðarleg og til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Ennfremur er það mat framkvæmdastjóra að framkoma þessi jaðri við og jafnvel brjóti í bága við ákvæði landslaga, sbr. b. lið 1. mgr. 11. gr. laga um happdrætti nr. 38/2005.“ Í frétt sem birtist á vísir.is þann 22. júní síðastliðinn segir: „Tilgangur þess hefur ekki verið gerður opinber en leiða má að því líkum að Þórsarar hafi viljað vekja athygli á því að á meðan að milljónum er veðjað á íslenska leiki í hverri viku hjá erlendum veðmálafyrirtækjum mega þessi fyrirtæki lögum samkvæmt ekki gera auglýsingasamninga við félögin hverra lið spila leikina.“ Í b. lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 38/2005 um happdrætti kemur fram að það varði sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum, ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögunum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna, [óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis]. Á undanförnum árum hefur komið upp umræða er varðar það regluverk sem í gildi er hér á landi og þá hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða það vegna gríðarlegra breytinga sem átt hafa sér stað. Sér í lagi vegna hnattvæðingarinnar og vaxandi miðlunar og dreifingar auglýsinga á samfélagsmiðlum. Erlend veðmálafyrirtæki auglýsa á samfélagsmiðlum. Nánast óhjákvæmilegt er að slíkar auglýsingar verði á vegi okkar. Hvort heldur sem veðmálaauglýsingar eru bannaðar hér á landi eða ekki munu veðmálaauglýsingar halda áfram að líta dagsins ljós og verða á vegi okkar hvort sem það er í gegnum íþróttaviðburði í sjónvarpinu, hlaðvörp, Facebook, Instagram eða í gegnum aðra samfélagsmiðla. Þess utan er verið að auglýsa veðmál hér á landi, þ.e. í gegnum Lengjuna sem Íslenskar getraunir starfrækja, og er það eini aðilinn sem hefur lögum samkvæmt leyfi til að auglýsa veðmálastarfsemi hér á landi. Önnur veðmálafyrirtæki mega ekki auglýsa hér á landi, til að mynda með því að gera samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gæti mögulega skilað sér með fjármunum inn í íþróttahagkerfið. Velta má upp hvort þörf sé á lagabreytingum og hvort eðlilegt sé að leyfa ekki auglýsingar annarra veðmálafyrirtækja en þeirra sem falla undir þrönga skilgreiningu laganna. Þá velti ég fyrir mér hvort umrædd löggjöf hér á landi sé úrelt. Miðlun upplýsinga á samfélagsmiðlum, hnattvæðing og breyttar samfélagsaðstæður kalla að mínu mati á breytingar á lagaumhverfinu. Veðjað er á íslenska leiki í hinum ýmsu íþróttum í hverri viku hjá erlendum veðmálafyrirtækjum en á sama tíma mega þessi fyrirtæki lögum samkvæmt ekki gera t.d. auglýsingasamninga við íþróttafélögin. Veðmálafyrirtæki sjá sér hag í því að gera auglýsingasamninga við íþróttafélög. Á íþróttaviðburðum erlendis eru veðmálafyrirtækin áberandi styrktaraðilar íþróttafélaganna. Tekjumöguleikar íþróttafélaga myndu aukast ef veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa hér á landi og gætu hjálpað íþróttafélögunum sem mörg hver standa höllum fæti. Það kann að vera af hinu góða að fá fleiri veðmálafyrirtæki inn á íslenskan markað og þannig efla samkeppnina. Sú skoðun kann að vera umdeild. Hins vegar er vert að ræða málið og skoða hvort breytinga sé þörf. Veðmálastarfsemi er komin til að vera Hinn anginn á þessari umræðu snýr að veðmálastarfseminni. Í 1. mgr. 183. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 kemur fram: „Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.“Auk þess kemur fram í a. lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 38/2005 um happdrætti að það varði sektum eða fangelsi í allt að sex mánuðum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum, ef maðuraf ásetningi eða stórfelldu gáleysi rekur happdrættis- eða veðmálastarfsemi hér á landi án þess að hafa til þess happdrættisleyfi samkvæmt lögum 38/2005. Mismunandi er eftir löndum hve frjáls markaðurinn er að þessu leyti. Hér á landi er nokkuð strangt regluverk í kringum veðmálastarfsemi samanborið við t.d. Bretland og fleiri lönd. Veðmálastarfsemi er lögleg á Bretlandi og veðmálastarfsemi í sambandi við íþróttir gríðarstór iðnaður. Í íslenskri löggjöf eru Íslenskar getraunir eina fyrirtækið sem hefur leyfi til reksturs íþróttagetrauna, sbr. 1. gr. laga nr. 59/1972 um getraunir. Þar er ætlunin að afla fjár til stuðnings íþróttaiðkun á vegum áhugamanna um íþróttir í landinu í félögum innan Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands Íslands. Íslenskar getraunir eru helsti eftirlitsaðilinn, skiptir því verulegu máli að fyrirtækið fylgist vel með öllum veðmálum og þróun markaðarins. Unnt er að veðja á úrslit ógrynnis leikja hérlendis sem og erlendis, auk atvika innan leikjanna á erlendum veðmálasíðum. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu þessara erlendu fyrirtækja sem samkvæmt íslenskri löggjöf mega ekki starfa hér á landi. Til dæmis er augljóst að fyrirtækið Coolbet á að höfða til íslensks markaðar. Coolbet hefur hins vegar eistneskt starfsleyfi sem fyrirtækið segir að gildi bæði fyrir eistneska viðskiptavini sem og þá sem eru búsettir annars staðar. Aðalskrifstofa Coolbet er í miðborg Tallinn í Eistlandi. Þann 4. ágúst 2020 birti Coolbet á Twittersíðu sinni upplýsingar um það að heildarvelta fyrirtækisins í tengslum við íslenska knattspyrnu í sumar, þ.e. frá því að íslenski fótboltinn byrjaði þann 12. júní, væri 297.991.000 krónur. Einnig kom fram hversu mikil velta hefði verið í hverri deild fyrir sig á Íslandi. Vinsælasta deildin er Pepsi-Max deild karla en veltan þar var tæplega 87 milljónir króna. Athygli vekur að næsta deild á eftir er fjórða deildin, þar nam veltan rúmlega 54 milljónum króna. Ljóst er að hluti umræddra fjármuna er ekki að skila sér inn í íslenskt hagkerfi, sem eftir atvikum væri t.d. unnt að setja í forvarnarstarf. Í flestum tilvikum er fylgst vel með veðmálum sem eru tengd löglegum fyrirtækjum, a.m.k í Evrópu og því verður að telja ólíklegra að þau veðmál tengist spillingu. Til dæmis hafa stjórnvöld á Englandi tekið veðmálastarfsemi föstum tökum. Þar er starfsemin lögleg, í lögum um fjárhættuspil ber öllum veðmálafyrirtækjum skylda til að deila upplýsingum með íþróttasamböndum og gera þeim viðvart um grunsamleg veðmál á íþróttaviðburði. Litið er á þessa reglu sem mikilvægt verkfæri til að koma í veg fyrir og sjá fyrir veðmálasvik. Hagræðing úrslita er t.a.m. refsiverð á Bretlandi. Refsiákvæðinu er oft beitt gagnvart einstaklingum sem eru viðriðnir hagræðingu úrslita leikja, sem falla utan gildissviðs ákæru hjá stofnunum á vegum íþróttahreyfingarinnar. Lögleiðing veðmálastarfsemi myndi gera stjórnvöldum kleift að auka eftirlit með starfseminni, skylda fyrirtækin til að deila upplýsingum með íþróttasamböndum og gera þeim viðvart um grunsamleg veðmál á íþróttaviðburðum og eftir atvikum skylda fyrirtækin til að koma slíkum upplýsingum til opinberra aðila þegar við á. Lögleiðing starfseminnar myndi auðvelda stjórnvöldum og íþróttasamböndum hér á landi að komast í samstarf og samvinnu við t.d. Interpol og Europol. Slíkt samstarf þekkist víða um Evrópu og hafa þessir aðilar komið upp um mörg mál þar sem úrslitum hefur verið hagrætt. Full þörf er á að að setja ákvæði um bann við hagræðingu úrslita íþróttaleikja í löggjöf hér á landi sem taki til jafnt íþróttamannanna og allra annarra sem þátt eiga í slíkri starfsemi. Jacques Rogge, forseti IOC sagði árið 2011 að ,,veðmál fæli í sér tækifæri til að afla fjár í íþróttum. Vandamálið er að veðmálin leiða til hagræðingar úrslita og ógnar þar með heilindum í íþróttum.Íþróttahreyfingin verður að sameinast um aðgerðir í samvinnu við stjórnvöld og löglega veðmálastarfsemi. Eingöngu með þeim hætti er hægt að berjast gegn þessari vá.“ Veðmálastarfsemi er komin til að vera, fólk út um allan heim mun halda áfram að veðja á íþróttaleiki, þar með talið Íslendingar, sama hvort veðmálastarfsemi er ólögleg eða lögleg í þeirra heimalandi. Ef það er vilji þá er leið. Þess vegna má velta fyrir sér hvort allra hluta vegna sé einfaldlega ekki betra að leyfa veðmálastarfsemi hér á landi. Verði starfsemin gerð lögleg þarf hins vegar að vera til staðar skýr lagarammi fyrir umrædd fyrirtæki sem þau þyrftu að fara eftir. Með því að lögleiða veðmálastarfsemi hér á landi væri unnt að fylgjast betur með starfseminni, hafa eftirlit með henni, skylda fyrirtækin til að tilkynna vafasama eða grunsamlega háttsemi svo sem hagræðingu úrslita og svo framvegis. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar