Fótbolti

Funda með enskum stjórn­völdum um leikinn gegn Íslandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísland var án margra lykilmanna þegar liðið tapaði naumlega fyrir Englandi í september.
Ísland var án margra lykilmanna þegar liðið tapaði naumlega fyrir Englandi í september. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Enska knattspyrnusambandið mun á mánudaginn funda með enskum stjórnvöldum hvað varðar leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni.

Fyrr í dag voru settar reglur sem bönnuðu þeim, sem ekki eru frá Englandi, að koma til Bretlandseyja frá Danmörku eftir að veira sem greindist í minnkum barst í mannfólk í Danmörku.

Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nú þegar bannað leikmönnum sínum að ferðast til Danmerkur, því þeir komast þá ekki til baka til Englands, en þar má nefna leikmenn í danska landsliðinu eins og Kasper Schmeichel.

Ísland á leik við Danmerku þann 15. nóvember og þremur dögum síðar á íslenska liðið að spila við England á Wembley.

Sá leikur er nú í hættu því íslenska liðið kæmist ekki inn í landsliðið. Því fundar enska sambandið og yfirvöld á morgun.


Tengdar fréttir

Leikur Englands og Íslands færður af Wembley?

Fyrirhugaður leikur Englands og Íslands í Þjóðadeild Evrópu er sagður í uppnámi vegna ferðabanns sem bresk yfirvöld hafa sett vegna kórónuveirufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×