Innlent

Fjórir slasaðir eftir um­ferðar­slys á Suður­landi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tveir hinna slösuðu voru fluttir til Reykjavíkur.
Tveir hinna slösuðu voru fluttir til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Fjórir slösuðust þegar bíll valt og hafnaði utan vegar milli Selfoss og Hellu. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til Reykjavíkur en tveir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Þetta staðfestir Hermann Marinó Maggýjarson, yfirmaður sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í samtali við fréttastofu.

Þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang frá Selfossi og einn frá Hvolsvelli. Alvarleiki áverka fólksins liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Hermann segist telja að þeir sem fluttir voru til Reykjavíkur hafi verið meira slasaðir en hinir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×