Innlent

Öll sem sóttu um em­bætti Hæsta­réttar­dómara jafn hæf

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Allir sex umsækjendur um tvær stöður við Hæstarétt eru sagðir jafn hæfir af dómnefnd.
Allir sex umsækjendur um tvær stöður við Hæstarétt eru sagðir jafn hæfir af dómnefnd. Vísir/Vilhelm

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að allir sex sem sóttu um tvö laus embætti í Hæstarétti séu jafn hæfir.

Stöðurnar tvær sem lausar eru voru auglýstar í júlí en ekki tókst að manna dómnefnd fyrr en í ágúst að því er fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins. Þau sex sem sóttu um stöðuna eru Aðalsteinn E. Jónasson, Davíð Þór Björgvinsson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson, sem öll eru landsréttardómarar, og Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen prófessorar og sitjandi dómarar við Landsrétt.

Þá sóttu Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari og Jóhannes Rúnar Jóhannsson lögmaður um embættin. Þau drógu bæði umsókn sína til baka.

Í síðasta mánuði var álitið sent umsækjendum til umsagnar og bárust umsagnir frá Ásu og Björgu. Var þá matinu breytt, matsþátturinn „færni umsækjenda til að semja dóma“ breyttist auk niðurstöðu nefndarinnar.

Í kjölfarið var álitið sent umsækjendum öðru sinni og sendu þá allir sex umsækjendur umsögn. Gáfu þær athugasemdir ekki tilefni til nema lítilsháttar orðalagsbreytinga og breyttu athugasemdirnar ekki niðurstöðu nefndarinnar. 


Tengdar fréttir

Bene­dikt nýr for­seti Hæsta­réttar

Benedikt Bogason tók í dag við embætti forseta Hæstaréttar af Þorgeiri Örlygssyni sem gegnt hefur embættinu frá 1. janúar 2017.

Arnfríður hæfust í Landsrétt

Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×