Kvennahrellir sleppur við gæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 09:10 Frá Landsrétti í Kópavogi þar sem úrskurðurinn var felldur úr gildi á þriðjudag. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira