Fótbolti

Mara­dona sendur í bráða­að­gerð á heila

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maradona liggur þungt haldinn á spítala.
Maradona liggur þungt haldinn á spítala. Marcos Brindicci/Getty Images

Argentínska goðsögnin, Diego Maradona, liggur nú þungt haldinn á spítala í La Plata í Argentínu á leið í aðgerð vegna blóðtappa í heila. Þetta hefur Reuters eftir fjölmiðlum í Argentínu.

Í fréttinni segir að Maradona gangist undir aðgerðina síðar í kvöld en Reuters segir Maradona vera með blóðtappa í höfði. Hann var lagður inn á spítala í gær.

Hann var skoðaður í bak og fyirr. Þar kom svo í ljós að hann væri með blóðtappa í heila. Því var ákveðið að gangast strax undir aðgerð á goðsögninni.

„Hann hefur það ekki gott andlega og það hefur áhrif á líkamann hans,“ sagði læknir fótboltagoðsagnarinnar, Leopoldo Luque, í samtali við fjölmiðla.

Eftir að fréttirnar bárust af veikindum Maradona hafa fjölmargir safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið en Maradona er, eins og flestir vita, algjör goðsögn í Argentínu og víðar.

Hann var í m.a. í sigurliði Argentínu á HM 1986 en undanfarin ár hefur alls kyns vesen fylgt Maradona. Til að mynda fíkniefnaneysla, slagsmál og heimilisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×