Segir að Ísak sé bestur í Norrköping Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2020 20:31 Ísak Bergmann í leik með Norrköping. Heimasíða Norrköping Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“ Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“
Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira