Forsetaframbjóðandi hjá Barcelona vill fá Guardiola aftur til baka til félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 07:30 Pep Guardiola og Lionel Messi upplifðu frábæra tíma saman hjá Barcelona á sínum tíma. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font. Spænski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font.
Spænski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira