Forsetaframbjóðandi hjá Barcelona vill fá Guardiola aftur til baka til félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 07:30 Pep Guardiola og Lionel Messi upplifðu frábæra tíma saman hjá Barcelona á sínum tíma. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font. Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font.
Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira