Segir Valhöll hafa yfirfarið lista umsækjenda um lóðir í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 13:27 Ellert B. Schram ásamt Birni Jóni Bragasyni sagnaritara. Það að flokksgæðingum sé hyglað á kostnað almennings á sér djúpar rætur í flokkakerfinu. Þannig var það að listi yfir umsækjendur um lóðir í Reykjavík var sendur sérstaklega í Valhöll, flokksskrifstofur Sjálfstæðisflokksins. Þar var merkt við samkvæmt flokksskírteini hverjir voru þóknanlegir og hverjir ekki. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri bók sem er að koma í búðir nú í dag. Ellert – endurminningar Ellerts B. Schram en það er sagn- og lögfræðingurinn Björn Jón Bragason sem skráði. Ferill KR-ingsins Ellerts er einstaklega glæsilegur en hann er fæddur 1939. Hann var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Þá átti hann sæti á þingi á tímabili, fyrst fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þá Samfylkingu. Hann var ritstjóri dagblaðsins Vísis 1980–1981 og síðan ritstjóri DV 1981–1995. Og er þá fátt eitt talið. Slagur um lóðir og flokksmenn sátu fyrir Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag,“ eins og segir í kynningu en það er Skrudda sem gefur út. Vísir fékk að glugga í bókina og þar kennir eðli máls samkvæmt ýmissa grasa. Eftir að Ellert lauk lagaprófi frá Háskólanum 1966 bauðst honum vel launuð staða skrifstofustjóra borgarverkfræðings þar sem hann hafði meðal annars það hlutverk að annast úthlutun lóða: „Svo kom að úthlutun lóða. Það var nú aldeilis slagur. Kannski voru tuttugu lóðir til úthlutunar og algengt að margfalt fleiri sæktu um. Þá þurfti að velja og hafna. Sjálfstæðisflokkurinn var með meirihluta í borgarstjórn eins og verið hafði alla tíð. Mín aðkoma að þessu verkefni var að leggja fram tillögu um úthlutun fyrir borgarráð. Aðferðin var þessi: Ég sendi lista yfir umsækjendur í Valhöll við Suðurgötu þar sem skrifstofa Sjálfstæðisflokksins var og bað um upplýsingar um hverjir væru flokksbundnir. Ekki stóð á svörum enda held ég það hafi verið heyrum kunnugt hvar hver og einn Reykvíkingur stóð í flokkspólitíkinni. Sem sagt: Sjálfstæðisflokkurinn fékk að sjá um sína en ég hafði líka vit á því að hringja í Óskar Hallgrímsson hjá Alþýðuflokknum, Kristján Benediktsson framsóknarmann og Guðmund Vigfússon hjá Alþýðubandalaginu og spurði þá hvort ekki væru einhverjir umsækjendur í þeirra flokki sem þeir vildu mæla með. Þannig tókst mér að gera alla ánægða og ég man ekki annað en að tillögur mínar um lóðaúthlutanir hafi öll ár mín í þessu starfi verið samþykktar samhljóða.“ Segir flokkslínurnar ráðandi í dagskrá Ríkisútvarpsins Flokkspólitísk spilling stendur þannig á gömlum merg og teygir anga sína víða. Ellert hlífir sér hvergi í bókinni. Hann náði fyrst inn á Alþingi árið 1971 og síðan aftur 1974. Í kjölfarið tók hann sæti í útvarpsráði. Hér er önnur glefsa úr endurminningum Ellerts sem sýnir hversu umhugað flokkapólitíkusum var umhugað um að ota sínum tota í fjölmiðlum og bítast um pláss í dagskrá Ríkissjónvarpsins: „Hlutverk ráðsins var að samþykkja dagskrá sjónvarps og útvarps og gæta jafnvægis milli þáverandi stjórnmálaflokka. Ráðið kom saman vikulega og fyrir það var lögð dagskráin vélrituð. Það mátti ekkert fara framhjá okkur og ég minnist þáttar sem hét „Um daginn og veginn“ sem var stutt erindi þar sem ýmsir málsmetandi menn og konur voru kölluð til. Þar þurfti að gæta hófs og koma í veg fyrir pólitískar yfirlýsingar og vega og meta hvar viðkomandi stæði í flokki, hvert væri efni hans o.s.frv. Um þetta var mikið rifist og sitt sýndist hverjum. Flokkarnir og fulltrúar þeirra í útvarpsráði pössuðu upp á sína. Og svo var um marga aðra þætti í útvarpi og sjónvarpi. Flokksforingjarnir töldu sig eiga aðgang að dagskránni þegar þeim hentaði og margar voru skammirnar sem við fengum frá eldri kollegum í pólitíkinni þegar þeim fannst á þá hallað á öldum ljósvakans.“ Sjálfstæðisflokkurinn Bókaútgáfa Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Það að flokksgæðingum sé hyglað á kostnað almennings á sér djúpar rætur í flokkakerfinu. Þannig var það að listi yfir umsækjendur um lóðir í Reykjavík var sendur sérstaklega í Valhöll, flokksskrifstofur Sjálfstæðisflokksins. Þar var merkt við samkvæmt flokksskírteini hverjir voru þóknanlegir og hverjir ekki. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri bók sem er að koma í búðir nú í dag. Ellert – endurminningar Ellerts B. Schram en það er sagn- og lögfræðingurinn Björn Jón Bragason sem skráði. Ferill KR-ingsins Ellerts er einstaklega glæsilegur en hann er fæddur 1939. Hann var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Þá átti hann sæti á þingi á tímabili, fyrst fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þá Samfylkingu. Hann var ritstjóri dagblaðsins Vísis 1980–1981 og síðan ritstjóri DV 1981–1995. Og er þá fátt eitt talið. Slagur um lóðir og flokksmenn sátu fyrir Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag,“ eins og segir í kynningu en það er Skrudda sem gefur út. Vísir fékk að glugga í bókina og þar kennir eðli máls samkvæmt ýmissa grasa. Eftir að Ellert lauk lagaprófi frá Háskólanum 1966 bauðst honum vel launuð staða skrifstofustjóra borgarverkfræðings þar sem hann hafði meðal annars það hlutverk að annast úthlutun lóða: „Svo kom að úthlutun lóða. Það var nú aldeilis slagur. Kannski voru tuttugu lóðir til úthlutunar og algengt að margfalt fleiri sæktu um. Þá þurfti að velja og hafna. Sjálfstæðisflokkurinn var með meirihluta í borgarstjórn eins og verið hafði alla tíð. Mín aðkoma að þessu verkefni var að leggja fram tillögu um úthlutun fyrir borgarráð. Aðferðin var þessi: Ég sendi lista yfir umsækjendur í Valhöll við Suðurgötu þar sem skrifstofa Sjálfstæðisflokksins var og bað um upplýsingar um hverjir væru flokksbundnir. Ekki stóð á svörum enda held ég það hafi verið heyrum kunnugt hvar hver og einn Reykvíkingur stóð í flokkspólitíkinni. Sem sagt: Sjálfstæðisflokkurinn fékk að sjá um sína en ég hafði líka vit á því að hringja í Óskar Hallgrímsson hjá Alþýðuflokknum, Kristján Benediktsson framsóknarmann og Guðmund Vigfússon hjá Alþýðubandalaginu og spurði þá hvort ekki væru einhverjir umsækjendur í þeirra flokki sem þeir vildu mæla með. Þannig tókst mér að gera alla ánægða og ég man ekki annað en að tillögur mínar um lóðaúthlutanir hafi öll ár mín í þessu starfi verið samþykktar samhljóða.“ Segir flokkslínurnar ráðandi í dagskrá Ríkisútvarpsins Flokkspólitísk spilling stendur þannig á gömlum merg og teygir anga sína víða. Ellert hlífir sér hvergi í bókinni. Hann náði fyrst inn á Alþingi árið 1971 og síðan aftur 1974. Í kjölfarið tók hann sæti í útvarpsráði. Hér er önnur glefsa úr endurminningum Ellerts sem sýnir hversu umhugað flokkapólitíkusum var umhugað um að ota sínum tota í fjölmiðlum og bítast um pláss í dagskrá Ríkissjónvarpsins: „Hlutverk ráðsins var að samþykkja dagskrá sjónvarps og útvarps og gæta jafnvægis milli þáverandi stjórnmálaflokka. Ráðið kom saman vikulega og fyrir það var lögð dagskráin vélrituð. Það mátti ekkert fara framhjá okkur og ég minnist þáttar sem hét „Um daginn og veginn“ sem var stutt erindi þar sem ýmsir málsmetandi menn og konur voru kölluð til. Þar þurfti að gæta hófs og koma í veg fyrir pólitískar yfirlýsingar og vega og meta hvar viðkomandi stæði í flokki, hvert væri efni hans o.s.frv. Um þetta var mikið rifist og sitt sýndist hverjum. Flokkarnir og fulltrúar þeirra í útvarpsráði pössuðu upp á sína. Og svo var um marga aðra þætti í útvarpi og sjónvarpi. Flokksforingjarnir töldu sig eiga aðgang að dagskránni þegar þeim hentaði og margar voru skammirnar sem við fengum frá eldri kollegum í pólitíkinni þegar þeim fannst á þá hallað á öldum ljósvakans.“
Sjálfstæðisflokkurinn Bókaútgáfa Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira