Bartomeu henti fram „sprengju“ um leið og hann sagði af sér hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 07:31 Josep Maria Bartomeu talar við blaðamenn á fundinum í gær. EPA-EFE/GERMAN PARGA Barcelona er búið að samþykkja að vera með í nýrri úrvalsdeild Evrópu ef marka má orð fráfarandi forseta Barcelona á blaðamannafundi í gærkvöldi. Margir voru búnir að kalla lengi eftir afsögn Josep Maria Bartomeu og óánægja Lionel Messi með stjórn félagsins hefur lengi verið fjölmiðlamatur. Barcelona president Josep Maria Bartomeu has resigned while also confirming he has accepted proposals for the club to join a European Super League.Full story: https://t.co/KePYZ4Ubnd pic.twitter.com/foitS3Dccy— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Josep Maria Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sex ár og í stjórnartíð hans hefur liðið farið frá því að vera eitt allra besta fótboltalið heims í lið á hraðri niðurleið sem tapaði meðal annars 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í sumar. Lionel Messi var búinn að fá nóg og ætlaði að yfirgefa félagið í haust en eftir brottför Bartomeu eru menn jafnvel farnir að búast við nýjum samningi. Josep Maria Bartomeu passaði sig þó að fara í burtu með látum því hann henti fram sprengju á sama blaðamannafundi og hann tilkynnti um afsögn sína. Bartomeu sagði frá því á fundinum að hans síðasta verk sem forseti Barcelona hafi verið að samþykkja það að Barcelona tæki þátt í nýrri úrvalsdeild Evrópu. OMG!!! Bartomeu: "I can announce some extraordinary news. Yesterday we accepted a proposal to participate in a future European superleague, which would guarantee the future financial sustainability of the club. And we have accepted the future Club World Cup format."— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) October 27, 2020 „Ég get sagt ykkur frá stórmerkilegum fréttum. Í gær samþykktum við tillögu um að taka þátt í úrvalsdeild Evrópu í framtíðinni. Þetta mun tryggja stöðugleika í fjármálum félagsins. Við höfum einnig samþykkt nýja heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Josep Maria Bartomeu á blaðamannafundinum í gær. Nýja evrópska úrvalsdeildin er deild á vegum FIFA sem á að innihalda átján af stærstu félögum heims og búa til mikinn pening fyrir viðkomandi félög. Hún er hins vegar sett fram þvert á vilja UEFA og margir líta á hana sem ógn við fótboltann því ríku félög heimsins myndu þá verða enn ríkari. Fyrr í mánuðunum fréttist af því að Liverpool og Manchester United væru í leyniviðræðum um að vera með og þessi yfirlýsing Josep Maria Bartomeu staðfestir að það sé eitthvað mikið að gerast á bak við tjöldin. Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Barcelona er búið að samþykkja að vera með í nýrri úrvalsdeild Evrópu ef marka má orð fráfarandi forseta Barcelona á blaðamannafundi í gærkvöldi. Margir voru búnir að kalla lengi eftir afsögn Josep Maria Bartomeu og óánægja Lionel Messi með stjórn félagsins hefur lengi verið fjölmiðlamatur. Barcelona president Josep Maria Bartomeu has resigned while also confirming he has accepted proposals for the club to join a European Super League.Full story: https://t.co/KePYZ4Ubnd pic.twitter.com/foitS3Dccy— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Josep Maria Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sex ár og í stjórnartíð hans hefur liðið farið frá því að vera eitt allra besta fótboltalið heims í lið á hraðri niðurleið sem tapaði meðal annars 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í sumar. Lionel Messi var búinn að fá nóg og ætlaði að yfirgefa félagið í haust en eftir brottför Bartomeu eru menn jafnvel farnir að búast við nýjum samningi. Josep Maria Bartomeu passaði sig þó að fara í burtu með látum því hann henti fram sprengju á sama blaðamannafundi og hann tilkynnti um afsögn sína. Bartomeu sagði frá því á fundinum að hans síðasta verk sem forseti Barcelona hafi verið að samþykkja það að Barcelona tæki þátt í nýrri úrvalsdeild Evrópu. OMG!!! Bartomeu: "I can announce some extraordinary news. Yesterday we accepted a proposal to participate in a future European superleague, which would guarantee the future financial sustainability of the club. And we have accepted the future Club World Cup format."— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) October 27, 2020 „Ég get sagt ykkur frá stórmerkilegum fréttum. Í gær samþykktum við tillögu um að taka þátt í úrvalsdeild Evrópu í framtíðinni. Þetta mun tryggja stöðugleika í fjármálum félagsins. Við höfum einnig samþykkt nýja heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Josep Maria Bartomeu á blaðamannafundinum í gær. Nýja evrópska úrvalsdeildin er deild á vegum FIFA sem á að innihalda átján af stærstu félögum heims og búa til mikinn pening fyrir viðkomandi félög. Hún er hins vegar sett fram þvert á vilja UEFA og margir líta á hana sem ógn við fótboltann því ríku félög heimsins myndu þá verða enn ríkari. Fyrr í mánuðunum fréttist af því að Liverpool og Manchester United væru í leyniviðræðum um að vera með og þessi yfirlýsing Josep Maria Bartomeu staðfestir að það sé eitthvað mikið að gerast á bak við tjöldin.
Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira