Fá Pogba eða De Beek tækifæri eða heldur Solskjær sig við þríeykið sem tapar ekki leik? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 07:00 Þegar þessir þrír byrja þá tapar Man Utd ekki. Clive Brunskill/Getty Images Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30
Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30