Heimsmeistararnir leiddust í mark í lokagrein heimsleikanna í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 07:16 Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey kom hönd í hönd í markið í síðustu greinni. Twitter/@CrossFitGames Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði yfirburðasigur á heimsleikunum í CrossFit í gær og héldu því glæsilegri sigurgöngu sinni áfram. Mathew Fraser var að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í kvennaflokki. Þau Fraser og Toomey voru bæði hins vegar búin að tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir síðustu greinina og tóku þá ákvörðun að klára hana hlið við hlið. Heimsmeistararnir leiddust því yfir marklínuna í lokagrein heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan má sjá þau koma í mark í síðusutu greininni á þessum þremur svakalega erfiðu og krefjandi dögum. View this post on Instagram #hwpo Link in bio, but you already know the story. #NotSlipping ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 25, 2020 at 7:24pm PDT Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey æfðu saman í aðdraganda heimsleikanna og nutu greinilega góðs af því þar sem enginn átti möguleika í þau. Þau studdu líka við bakið á hvoru öðru alla keppnina. Tia-Clair Toomey fékk alls 1025 stig eða 360 stigum meira en Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók annað sætið í keppninni. Toomey vann alls níu greinar af tólf. Mathew Fraser fékk alls 1150 stig eða 545 stigum meira en næsti maður sem var Samuel Kwant. Fraser vann alls tíu greinar af tólf. Lokagreinin var rosalega erfið eins og Dave Castro hjá CrossFit var búinn að auglýsa því keppendur þurftu þá að hlaupa og gera alls konar erfiðar æfingar með þyngingarvestum en það tók þá um fimmtíu mínútur að klára hana. Mathew Fraser vann lokagreinina í karlaflokki en Tia-Clair Toomey varð þriðja hjá konunum á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Kari Pearce. The hardest test in CrossFit Games history is complete. There are no more questions. For the fourth-consecutive time, @TiaToomey is the Fittest Woman on Earth.And for the fifth-consecutive time, @MathewFras is the Fittest Man on Earth. Name a better duo. pic.twitter.com/FRVY4gD5Uz— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 25, 2020 CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði yfirburðasigur á heimsleikunum í CrossFit í gær og héldu því glæsilegri sigurgöngu sinni áfram. Mathew Fraser var að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í kvennaflokki. Þau Fraser og Toomey voru bæði hins vegar búin að tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir síðustu greinina og tóku þá ákvörðun að klára hana hlið við hlið. Heimsmeistararnir leiddust því yfir marklínuna í lokagrein heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan má sjá þau koma í mark í síðusutu greininni á þessum þremur svakalega erfiðu og krefjandi dögum. View this post on Instagram #hwpo Link in bio, but you already know the story. #NotSlipping ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 25, 2020 at 7:24pm PDT Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey æfðu saman í aðdraganda heimsleikanna og nutu greinilega góðs af því þar sem enginn átti möguleika í þau. Þau studdu líka við bakið á hvoru öðru alla keppnina. Tia-Clair Toomey fékk alls 1025 stig eða 360 stigum meira en Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók annað sætið í keppninni. Toomey vann alls níu greinar af tólf. Mathew Fraser fékk alls 1150 stig eða 545 stigum meira en næsti maður sem var Samuel Kwant. Fraser vann alls tíu greinar af tólf. Lokagreinin var rosalega erfið eins og Dave Castro hjá CrossFit var búinn að auglýsa því keppendur þurftu þá að hlaupa og gera alls konar erfiðar æfingar með þyngingarvestum en það tók þá um fimmtíu mínútur að klára hana. Mathew Fraser vann lokagreinina í karlaflokki en Tia-Clair Toomey varð þriðja hjá konunum á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Kari Pearce. The hardest test in CrossFit Games history is complete. There are no more questions. For the fourth-consecutive time, @TiaToomey is the Fittest Woman on Earth.And for the fifth-consecutive time, @MathewFras is the Fittest Man on Earth. Name a better duo. pic.twitter.com/FRVY4gD5Uz— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 25, 2020
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira