Kvenfélagskonur ganga á milli þriggja félagsheimila Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2020 12:25 Hópurinn sem lagði af stað í áheitagöngu dagsins frá Félagslundi í morgun. Allir áhugasamir mega slást í för í gönguna en áætlað er að henni ljúki um klukkan 16:00 í dag. Aðsent Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls. Flóahreppur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls.
Flóahreppur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira